Fókus

Fjallið lumbrar á Van Damme

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 11. september 2017 17:30

Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið, heldur áfram að gera það gott á hvíta tjaldinu og næst munum við berja hann augum í kvikmyndinni Kickboxer: Retaliation, sem fjallar fyrst og fremst um bardagalistina.

Fjallið er í fríðum flokki annarra leikara og bardagakappa, en í öðrum hlutverkum eru Alain Moussi, Jean-Claude Van Damme, Mike Tyson og Christopher Lambert.

Leikstjóri, handritshöfundur og annar framleiðenda er Dimitri Logothesis.

Kickboxer: Retaliation byrjar í sýningum í september samkvæmt upplýsingum á Facebooksíðu myndarinnar.

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Andrea Jónsdóttir (69) hlaut Fálkaorðu í ár: „Ertu ekki að grínast?“

Andrea Jónsdóttir (69) hlaut Fálkaorðu í ár: „Ertu ekki að grínast?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selma Björns er orðin athafnastjóri hjá Siðmennt: „Mér finnast trúarbrögð tímaskekkja í dag“

Selma Björns er orðin athafnastjóri hjá Siðmennt: „Mér finnast trúarbrögð tímaskekkja í dag“