Fókus

Vilja að Sema flytji til Akureyrar: „Viðbjóðslegt innræti“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 6. september 2017 12:04

Sema Erla Serdar vakti í gær athygli á því að ung stúlka, hin 11 ára gamla Haniye verði á næstu dögum send úr landi. Haniye er ekki eina barnið sem hefur fengið neitun, önnur stúlka að nafni Mary sem er 8 ára gömul er í svipaðri stöðu. Hefur verið boðað til mótmæla næstkomandi laugardag sem fara fram á Austurvelli klukkan 15. DV greindi frá því í gær að Sema Erla gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyrir að veita Haniye og föður hennar ekki skjól á Íslandi. Sagði Sema að sagan myndi dæma stjórnvöld hart.

„Sagan mun dæma ykkur og hún mun dæma ykkur hart. Grimmdin sem þið sýnið er forkastanleg“

Frétt DV vakti mikla athygli og logaði kommentakerfið í kjölfarið. Margir vildu að stúlkan fengi að búa á Íslandi en nokkur fjöldi vill að staðið verði við þá ákvörðun að feðginin verði send úr landi. Þar var meðal annars stungið upp á því að Sema yrði send aftur þangað sem hún fæddist. Sema er íslensk en á ættir að rekja til Tyrklands. Eitt komment eftir Björn Axelsson hljóðaði svo:

„Hvað eru margir flóttamenn velkomnir heima hjá þér, þar að segja heimalandi þínu sem er ekki ÍSLAND??“

Sema Erla svaraði: „Ég er fædd á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Björn, svo ég veit ekki hvað þú ert að reyna að segja.“

Halldór Högurður tjáir sig um frétt DV og slær á létta strengi:

„Í dag hef ég séð þrjú komment um að það ætti að senda Semu Erlu aftur þangað sem hún fæddist. Þetta lið sem lætur svona lagað út úr sér er ekki heilt á geðsmunum. Ógeðslegri fígúrur en þetta eru vandfundnar því það þarf einstaklega viðbjóðslegt innræti til að láta sér detta til hugar að senda einhvern til Akureyrar.“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

TÍMAVÉLIN: Sótölvaðir embættismenn í Bergstaðastræti – Nokkrir unnu hjá Íslandsbanka

TÍMAVÉLIN: Sótölvaðir embættismenn í Bergstaðastræti – Nokkrir unnu hjá Íslandsbanka
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán sinnir erlendum aðdáendum og verður með live útsendingar frá leiknum á morgun: Svona er HM stemmningin á Íslandi

Ásdís Rán sinnir erlendum aðdáendum og verður með live útsendingar frá leiknum á morgun: Svona er HM stemmningin á Íslandi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Veðurfregnir vikunnar frá Páli Bergþórssyni (94): Gola og rigning út vikuna í Reykjavík – Kalt í næstu viku

Veðurfregnir vikunnar frá Páli Bergþórssyni (94): Gola og rigning út vikuna í Reykjavík – Kalt í næstu viku
Fókus
Fyrir 6 dögum

HÖNNUN & HEIMILI: Litríkt heimili hjá arkitekt í Stokkhólmi – Flippar með fúgurnar

HÖNNUN & HEIMILI: Litríkt heimili hjá arkitekt í Stokkhólmi – Flippar með fúgurnar
Fókus
Fyrir einni viku

TÍMAVÉLIN: Bjórlíkið breytti drykkjumenningu Íslands – „Sumir höfðu áhyggjur“

TÍMAVÉLIN: Bjórlíkið breytti drykkjumenningu Íslands – „Sumir höfðu áhyggjur“
Fókus
Fyrir einni viku

HEIMILI & HÖNNUN: „I’m blue dabadee daba daaa…“

HEIMILI & HÖNNUN: „I’m blue dabadee daba daaa…“