Fókus

Ari játaði sig sigraðan og fór í meðferð: „Svaf illa á nóttunni og allur orðinn bólginn og tæpur“

Drakk á hverjum degi – Segir leikara og listamenn útsettari fyrir því að misnota áfengi – „Ég gat þetta ekki og mér fannst það erfitt“

Auður Ösp
Mánudaginn 4. september 2017 22:00

„Ég svaf illa á nóttunni og var með magabólgur og allur orðinn bólginn og tæpur. Þetta er auðvitað fullkomin sjálfsblekking og svo endar þetta auðvitað með því að maður sem betur fer horfist í við þetta,“ segir Ari Matthíasson en hann fór í áfengismeðferð árið 2004. Nokkrum árum áður hafði hann verið rekinn frá Borgarleikhúsinu eftir margra ára starf sem leikari. Hann segir leikara sem og listamenn almennt vera útsettari fyrir því að nota áfengi. Vinnutíminn sé óreglulegur, spennan og álagið sé mikil og ofan á það sé erfitt að vera opinber persóna.

Í viðtali sem birtist í þættinum Mannamál rifjar Ari upp hvernig drykkja hans var orðin fullmikil á þeim tíma þegar hann starfaði sem leikari í Borgarleikhúsinu. Honum var að lokum sagt upp störfum í leikhúsinu og fór þá að vinna á fasteignasölu auk þess sem sem hann sinnti leikstjórn og stundaði MBA nám. Þess á milli drakk hann á hverjum degi en kveðst ekki hafa séð neitt að sjálfum sér.

„Það hjálpaði mér að horfast í augu við þetta að nokkrir vinir mínir höfðu farið í meðferð og maður vissi af þessu og það var kanski ekki jafn mikil skömm af því að fara í meðferð eins og það var einu sinni. Það var farið með þetta eins og mannsmorð,“ segir Ari en viðurkennir jafnframt að það hafi reynst honum erfitt að viðurkenna vanmátt sinn og fara í áfengismeðferð.

„Ég játaði mig sigraðan; stoltur maður sem getur allt og tekst á við allt sem er sett fyrir mig. Ég gat þetta ekki og mér fannst það erfitt,“ segir hann en bætir við að þegar líða tók á hafi hins vegar þungu fargi verið af honum létt. Í kjölfarið hófst hann handa við að byggja upp líf sitt að nýju.

Hann segir þungu skýjin hafa horfið eftir að hann hætti að drekka, og síðan byrjaði að létta til. Það hafi hins vegar verið erfitt að sjá á eftir samverustundum með börnunum sínum, á þeim tíma þegar drykkjan var hvað mest.

„Þá er það eina sem maður getur gert að vera góður við börnin sín, og vera með þeim. Það er eina kanski fyrirgefningin sem maður getur óskað. Auðvitað er það sárt, einhver glataður tími og lélegur árangur í lífinu um tíma. En hluti af því að gera það upp er að horfast í augu við það, óhræddur.“

Ari segir merkilegt að átta sig á því að það séu hreinlega forréttindi að vakna á sunnudagsmorgni „bara helvíti hress“, fá sér kaffi og ristað brauð og lesa blaðið í stað þess að liggja í þynnku. Hann segist ósjaldan horfa upp á kollega sína há baráttu við Bakkus.

„Ég sé leikara, sumir drekka og mikið en eru samt sem áður frábærir listamenn en maður vildi óska þess að þeir myndu ná tökum á þessu. Stundum ræðum við þetta, eins og gengur, en að hluta til eiga menn auðvitað sitt einkalíf í friði og ég hef engan rétt til að hafa einhverja sérstaka skoðun á því, ef það hefur ekki áhrif á þeirra starfsgetu innan leikhússins.“

Auður Ösp
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

TÍMAVÉLIN: Sótölvaðir embættismenn í Bergstaðastræti – Nokkrir unnu hjá Íslandsbanka

TÍMAVÉLIN: Sótölvaðir embættismenn í Bergstaðastræti – Nokkrir unnu hjá Íslandsbanka
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán sinnir erlendum aðdáendum og verður með live útsendingar frá leiknum á morgun: Svona er HM stemmningin á Íslandi

Ásdís Rán sinnir erlendum aðdáendum og verður með live útsendingar frá leiknum á morgun: Svona er HM stemmningin á Íslandi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Veðurfregnir vikunnar frá Páli Bergþórssyni (94): Gola og rigning út vikuna í Reykjavík – Kalt í næstu viku

Veðurfregnir vikunnar frá Páli Bergþórssyni (94): Gola og rigning út vikuna í Reykjavík – Kalt í næstu viku
Fókus
Fyrir 6 dögum

HÖNNUN & HEIMILI: Litríkt heimili hjá arkitekt í Stokkhólmi – Flippar með fúgurnar

HÖNNUN & HEIMILI: Litríkt heimili hjá arkitekt í Stokkhólmi – Flippar með fúgurnar
Fókus
Fyrir einni viku

TÍMAVÉLIN: Bjórlíkið breytti drykkjumenningu Íslands – „Sumir höfðu áhyggjur“

TÍMAVÉLIN: Bjórlíkið breytti drykkjumenningu Íslands – „Sumir höfðu áhyggjur“
Fókus
Fyrir einni viku

HEIMILI & HÖNNUN: „I’m blue dabadee daba daaa…“

HEIMILI & HÖNNUN: „I’m blue dabadee daba daaa…“