Fókus

Meðgöngumynd með 20 þúsund býflugum

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 2. september 2017 18:00

Mynd segir meira en 1000 orð, í þessu tilviki mynd með 20 þúsund býflugum. Emily Mueller, býflugubóndi og þriggja barna móðir í Ohio í Bandaríkjunum, fagnar fjórðu meðgöngunni með sérstakri og pínu ógnvænlegri myndatöku.

„Fólk heldur að ég sé að setja barnið í hættu. En býflugur eru vingjarnlegar og ég vona að meðgöngumyndatakan mín sýni fólki að þær eru ekki eins hættulegar og það heldur.“

Mynd: © Kendrah Damis Photography

Mynd: © Kendrah Damis Photography

Hún líkti myndatökunni við að vera í rússibana. „Ekkert hættulegt, en fær hjartað til að slá hraðar. Fyrst var ég pínu stressuð, en svo var þetta bara spennandi og ég einbeitti mér að því að það voru 20 þúsund býflugur á mér.“

Emily og eiginmaður hennar Ryan Mueller byrjuðu búflugnabúskapinn eftir að Emily hafði misst fóstur í tvígang. „Býflugur tákna nýtt líf og eftir að ég hafði misst fóstur tvisvar, þá vantaði mig nýjan tilgang. Ég tengdi við býflugurnar og þær hjálpuðu mér við að taka hugann frá erfiðleikunum. Sumir stunda jóga, ég er með býflugur.“

Hjónin eiga þrjú börn, Cadyn 10 ára, Madelynn 3 ára og Westyn 1 árs og voru himinlifandi þegar þau komust að því að fjórða barnið væri á leiðinni. „Þetta barn verður það síðasta,“ segir Emily, sem á von á sér í nóvember og segir að fagna þurfti meðgöngunni á sérstakan hátt.

Mynd: © Kendrah Damis Photography

Á myndinni heldur Emily á býflugudrottningunni í hendinni og leggur síðan hendina á magann. „Býflugur elta drottninguna sína.“ Hún var stungin fjórum sinnum við tökurnar, en segir að það hafi verið henni sjálfri að kenna. Emily var einnig með plan b, ef eitthvað kæmi upp á og ætlaði þá að rífa af sér kjólinn og hlaupa inn í bílskúr.

Mynd: © Kendrah Damis Photography

Ekki kom þó til þess og eru hjónin alsæl með myndirnar og bíða spennt eftir barninu, sem mun ekki verða nefnt nafni sem vísar til býflugna, eins og til dæmis Beatrice.

„Myndatakan var andlegt ferðalag,“ segir Emily. „Myndirnar eru allt sem ég óskaði mér og táknrænar fyrir fjölskyldu okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Lauga (30) og Árni (28) á Torfastöðum: „Bændur eru bændum verstir“

Lauga (30) og Árni (28) á Torfastöðum: „Bændur eru bændum verstir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana
Fókus
Fyrir 4 dögum

TÆKNI: Svona horfir þú á íslenska landsliðið á RÚV erlendis

TÆKNI: Svona horfir þú á íslenska landsliðið á RÚV erlendis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Meghan Markle (36) og Elísabet drottning (92): Óaðfinnalega lekkerar vinkonur í opinberri heimsókn

Meghan Markle (36) og Elísabet drottning (92): Óaðfinnalega lekkerar vinkonur í opinberri heimsókn
Fókus
Fyrir 6 dögum

TÍMAVÉLIN – Skáldkonan Ólöf frá Hlöðum (1857-1933) ólst upp við fátækt: „Oft grét ég þegjandi af leiðindum“

TÍMAVÉLIN – Skáldkonan Ólöf frá Hlöðum (1857-1933) ólst upp við fátækt: „Oft grét ég þegjandi af leiðindum“
Fókus
Fyrir einni viku

Vignir Ljósálfur: „Þegar maður er svona mikið veikur þá verður manni alveg sama um tilveruna“

Vignir Ljósálfur: „Þegar maður er svona mikið veikur þá verður manni alveg sama um tilveruna“