Fókus

Endurgera senuna úr „Ghost“

Snoop Dogg og Martha Stewart bregða á leik

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 31. ágúst 2017 10:30

Snoop Dogg og Martha Stewart bregða á leik

Kvikmyndin Ghost með Patrick Swayze og Demi Moore í aðalhlutverkum er ein ástsælasta rómantíska mynd allra tíma, en myndin er frá 1990. Nýlega var þekktasta sena myndarinnar endurgerð af mjög sérstöku „pari,“ matardrottningunni Mörthu Stewart og rapparanum Snoop Dogg.

Senan sem um ræðir er atriðið þegar Moore situr við leirkeragerð, lagið Unchained Melody með Righteous Brothers spilar undir og Swayze sest fyrir aftan hana og þau búa til nýtt leirker saman áður en þau kyssast og fallast í faðma. Atriðið er sú sena sem fyrst kemur upp í huga fólks þegar minnst er á myndina og ein af þekktustu kvikmyndasenum allra tíma.

Og núna hafa Martha Stewart og Snoop Dogg endurgert senuna, en um er að ræða kynningarstiklu fyrir seríu tvö af þáttum þeirra Martha & Snoop´s Potluck Dinner Party, sem sýndir eru á VH1 sjónvarpsstöðinni. Í hverjum þætti fá þau þekkta gesti í heimsókn, sem smakka á réttum og gefa þeim einkunn.

//platform.instagram.com/en_US/embeds.js

Stewart segir að þó að Snoop Dogg sé einstaklega aðlaðandi þá sé samband þeirra eingöngu á faglegum nótum. „Hann er mjög aðlaðandi, sem manneskja,“ sagði Stewart í viðtali við Good Day New York. „Öllum líkar vel við hann. Það er frábært að hann er svona vinsæll og gestunum líkar vel við hann og koma vel fram við hann. Svo er hann með frábæran húmor.“

Sería tvö byrjar í sýningum 16. október næstkomandi.

Hér er svo atriðið úr kvikmyndinni Ghost til samanburðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Meghan Markle (36) og Elísabet drottning (92): Óaðfinnalega lekkerar vinkonur í opinberri heimsókn

Meghan Markle (36) og Elísabet drottning (92): Óaðfinnalega lekkerar vinkonur í opinberri heimsókn
Fókus
Fyrir 2 dögum

BÓKMENNTIR: Svikaskáldin fimm senda frá sér fagnaðarsöngva á morgun

BÓKMENNTIR: Svikaskáldin fimm senda frá sér fagnaðarsöngva á morgun
Fókus
Fyrir 4 dögum

TÍMAVÉLIN – Skáldkonan Ólöf frá Hlöðum (1857-1933) ólst upp við fátækt: „Oft grét ég þegjandi af leiðindum“

TÍMAVÉLIN – Skáldkonan Ólöf frá Hlöðum (1857-1933) ólst upp við fátækt: „Oft grét ég þegjandi af leiðindum“
FókusLífsstíll
Fyrir 5 dögum

Dekura: Einstök þjónusta í umsjón leiguhúsnæðis

Dekura: Einstök þjónusta í umsjón leiguhúsnæðis
Fókus
Fyrir 5 dögum

Plötusnúðarnir Sunna Ben og Katla velja Topp 10 uppáhalds lögin: Eru oftast í búrinu þegar þær eru í bænum

Plötusnúðarnir Sunna Ben og Katla velja Topp 10 uppáhalds lögin: Eru oftast í búrinu þegar þær eru í bænum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Grýla étur ungabarn lifandi og Bjarni Ben treður sér í nábrók: Hvað gengur á í höfðinu á þér Þrándur?

Grýla étur ungabarn lifandi og Bjarni Ben treður sér í nábrók: Hvað gengur á í höfðinu á þér Þrándur?
Fókus
Fyrir einni viku

11 ára gamall sonur Rikku sýnir meistaratakta sem skurðlæknir: „Framtíðin er í höndum unga fólksins,“ segir mamman stolt

11 ára gamall sonur Rikku sýnir meistaratakta sem skurðlæknir: „Framtíðin er í höndum unga fólksins,“ segir mamman stolt
Fókus
Fyrir einni viku

Bótoxaði Meghan Markle (36) yfir sig?: Internetið andar í poka yfir andlitinu á hertogaynjunni af Sussex

Bótoxaði Meghan Markle (36) yfir sig?: Internetið andar í poka yfir andlitinu á hertogaynjunni af Sussex