fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Taylor Swift tekur af allar getgátur

Nýtt lag og ný plata á leiðinni

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. ágúst 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn föstudag grætti söngkonan Taylor Swift fjölmarga aðdáendur sína og fylgjendur á samfélagsmiðlum þegar hún hreinsaði Facebook, Instagram og Twitter reikninga sína, en söngkonan er til að mynda með 102 milljónir fylgjenda á Instagram.

Aðdáendur tóku þó gleði sína á ný á mánudag þegar stutt myndband, svokallaður „teaser“ birtist á Instagram. Töldu margir þetta vísbendingu um að von væri á nýju lagi frá söngkonunni og þegar rýnt er í myndbandið sem sýnir snákshala, má sjá stafina 25, sem aðdáendur töldu klára vísbendingu um að lagið kæmi út á föstudaginn næsta.

Getgátur voru um að lagið myndi fjalla um samskipti Swift og söngkonunnar Katy Perry, en þær hafa átt í illdeilum og á sunnudaginn næsta eru MTV tónlistarverðlaunin sem Perry er kynnir á. Aðrir töldu að lagið myndi fjalla um samband Swift við Calvin Harris, en Swift er einmitt þekkt fyrir að gefa út „smelli“ sem fjalla um sambönd hennar og sambandsslit.

En nú hefur Swift tekið af allan vafa og póstað á Instagram. Nýtt lag kemur út næsta föstudag og ný plata kemur út þann 10. nóvember næstkomandi. Platan, sem er sjötta stúdíóplata hennar, ber heitið Reputation eða mannorð. Og geta þá aðdáendur velt því fyrir sér fram að 10. nóvember hvort að hún mun syngja um sitt eigið mannorð eða sinna fyrrverandi.

Swift samdi svo dæmi sé tekið, lagið Out of the Woods, af plötunni 1989, um samband hennar og söngvarans Harry Styles.
Out of the Woods – Harry Styles Swift samdi svo dæmi sé tekið, lagið Out of the Woods, af plötunni 1989, um samband hennar og söngvarans Harry Styles.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=JLf9q36UsBk?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar