Fókus

Einstök hafnarsýn

Lúxus smáhýsi til útleigu í Grindavík

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 13. ágúst 2017 22:00

Það þykir ekki tiltökumál í dag að reisa hús á stuttum tíma og nýlega risu 10 hús á einum degi í Grindavík. Um er að ræða smáhýsi, sem bera nafnið Harbour View og verður boðið upp á lúxusgistingu í smáhýsunum.

„Við vorum búnir að ganga með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár, við feðgarnir,“ segir Jakob Sigurðsson, einn eigenda Harbour View. „Við vorum alltaf með hugann við akkúrat þetta svæði og þessi hugmynd kom alltaf aftur og aftur upp og við vorum að ræða hana.“

Jakob segir að síðan hafi einfaldlega verið nóg að gera í öðrum verkefnum, faðir hans var með flutningaþjónustu, þeir reka fyrirtækið Fjórhjólaævintýri og eftir að faðir hans hætti með flutningaþjónustuna, þá opnuðu þeir reiðhjólaverslun og verkstæði þar sem þeir eru með umboð fyrir Örninn. „Árið 2007, þegar við byrjuðum í fjórhjólunum, þá taldi fólk okkur vera hálfklikkaða, en þetta gengur mjög vel.

Yfirlitsmynd sem tekin var áður en húsin komu. Fremst er þjónustuhús tjaldsvæðisins.
Yfirlitsmynd yfir svæðið Yfirlitsmynd sem tekin var áður en húsin komu. Fremst er þjónustuhús tjaldsvæðisins.

Við höfum síðan verið einstaklega heppnir með starfsfólk og allt í góðu standi hjá okkur og við farnir að eiga smá frítíma og þá ákváðum við loks að fara í þetta af alvöru. Við ræddum við Grindavíkurbæ og sóttum fyrst um að gerast rekstraraðilar á tjaldsvæði bæjarins og byggja hyttur inni á tjaldsvæðinu, en sú hugmynd var teiknuð þegar tjaldsvæðið var teiknað.“

Vel tekið í smáhýsi

„Við fengum líka hugmynd um að teikna upp lúxushýsi á tjaldsvæðinu og tók Grindavíkurbær vel í þá hugmynd. Við fengum hins vegar ekki tjaldsvæðið, sóttum tvisvar um og fengum neitun í bæði skiptin,“ segir Jakob. Í kjölfarið ákváðu þeir að útfæra hugmyndina á annan hátt og sóttu um leyfi til að byggja á svæðinu smáhýsi, og fengu það samþykkt. „Við fórum þá á teikniborðið og fengum Svövu Björk Jónsdóttur arkitekt með okkur í vinnu. Þegar sú vinna var tilbúin, ákvað bærinn að bjóða verkið út og gefa öllum kost á að byggja, þannig að við ákváðum bara að láta slag standa, buðum í verkið og fengum það og leyfi til að byggja.

Verið er að smíða palla við öll húsin, tyrfa lóð og ganga frá.
Pallasmíði Verið er að smíða palla við öll húsin, tyrfa lóð og ganga frá.

Mynd: Teresa Bangsa

Þegar við vorum búnir að stúdera og komnir með já við verkefninu þá var orðið frekar mikið að gera hjá okkur þannig að við ákváðum að fá einhvern í þetta með okkur,“ segir Jakob, sem eins og áður segir er einn eigenda. Eigendur Harbour View eru Jakob, bróðir hans Kjartan og faðir þeirra, Sigurður Óli Hilmarsson, ásamt bróður Sigurðar, Gylfa Arnari Ísleifsssyni, og Þormar Ómarsson. Tveir síðasttöldu reka einnig veitingastaðinn Papa’s pizza í Grindavík.

Eigendur Habour View, Sigurður Óli, Jakob, Þormar og Gylfi Arnar. Kjartan var erlendis þegar myndin var tekin.
Fjórir félagar Eigendur Habour View, Sigurður Óli, Jakob, Þormar og Gylfi Arnar. Kjartan var erlendis þegar myndin var tekin.

Mynd: Teresa Bangsa

Tilbúin „plug and play“ hús

Smáhýsin eru smíðuð í Lettlandi og koma tilbúin til landsins, með innréttingum og tækjum, svokölluð „plug and play“ hús og er fyrirtækið Modulus milliliðurinn. „Svava teiknar húsin og hannar allt í samráði við okkur. Síðan koma að verkinu burðarþols-, raflagna- og pípulagnateiknarar. Ég var nú sæmilega bjartsýnn á að húsin kæmu og yrði ekkert vesen að setja þau niður,“ segir Jakob. „Maður á eftir að sjá það, sagði ég alltaf.“

En húsin voru eins og var lofað var. „Þau komu að kvöldi til Grindavíkur, kraninn var mættur kl. 9.30 morguninn eftir og öll hús komin niður um fimmleytið og búið að tengja fyrsta húsið fyrir kl. 18. Heitt og kalt vatn, rafmagn, sjónvarp, rúm og sófi var komið inn kl. 22,“ segir Jakob og vel hefði náðst að leigja fyrsta hús strax út á miðnætti.

Útsýnið út um stofugluggann er fallegt og upplagt að sitja á bekknum og njóta þess.
Hafnarsýn Útsýnið út um stofugluggann er fallegt og upplagt að sitja á bekknum og njóta þess.

Mynd: Teresa Bangsa

Frágangi þarf að ljúka áður en húsin fara í útleigu. „Við erum að byggja palla og ganga frá og tyrfa og allt ætti að vera klárt í næstu viku. Við komum til með að klára alveg, setja lýsingu í öllum stígum og svo framvegis,“ segir Jakob. „Pallarnir koma í búnti með teikningu og þeim er svo raðað saman eins og IKEA-innréttingu. Allt sem er hannað og gert, er með miklum íburði, allt endingargott og í flottari kantinum.

Við erum búnir að byggja Harbour View, eins og hin fyrirtækin okkar, upp með góðu fólki og það er það sem skiptir máli.“

Félagarnir vinna hörðum höndum að lokafrágangi.
Nóg að gera í lokaundirbúningi Félagarnir vinna hörðum höndum að lokafrágangi.

Mynd: Teresa Bangsa

Hvert hús er rétt um 28 fermetrar en í þeim er allt sem þarf.
Smáhýsi með allt til alls Hvert hús er rétt um 28 fermetrar en í þeim er allt sem þarf.
Tjaldsvæðið og húsið Sjónarhóll hægra megin.
Yfirlitsmynd Tjaldsvæðið og húsið Sjónarhóll hægra megin.
Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

NETFLIX- VÆNTANLEGT Í JÚLÍ: Shameless 8, Orange is the new Black 6 og Jurassic Park

NETFLIX- VÆNTANLEGT Í JÚLÍ: Shameless 8, Orange is the new Black 6 og Jurassic Park
Fókus
Fyrir 3 dögum

MYNDASYRPA – Brjálað að gera frá fyrsta degi í Granda Mathöll: Djúsí borgarar, kóreanskt tvist og freyðivín á krana

MYNDASYRPA – Brjálað að gera frá fyrsta degi í Granda Mathöll: Djúsí borgarar, kóreanskt tvist og freyðivín á krana
Fókus
Fyrir 6 dögum

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana
Fókus
Fyrir 1 viku

HEILSA: Dópamín – Getur valdið kækjum og hefur áhrif á tilfinningar

HEILSA: Dópamín – Getur valdið kækjum og hefur áhrif á tilfinningar