fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Er að hugsa um að giftast honum aftur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. ágúst 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland á fjögur börn með fyrrverandi eiginmanni sínum en þau giftust er hún var 18 ára og eignuðust fyrsta barnið þegar hún var 19 ára. Þau skildu fyrir mörgum árum.

„Ég og gamli erum samt ósköp góðir vinir í dag, hann hefur alltaf verið til staðar og tekið mér eins og ég er. Aldrei að vita nema ég biðji hans aftur innan tíðar því ekki yngjumst við með árunum. Ég hálfneyddi hann til að giftast mér í fyrra skiptið og hver veit nema það gerist aftur,“ segir Inga kankvís en þó að hún tali hér í léttum dúr er ljóst að hún ber hlýjan hug til fyrrverandi eiginmanns síns. Líf þeirra saman var ekki eintómur dans á rósum en erfiðleikarnir hófust fyrst fyrir alvöru með flutningnum til Reykjavíkur árið 1994:

„Hann handleggsbrotnaði þegar við vorum að flytja. Hann var þá að klára rafeindavirkjun og allt verklega námið þurfti að fara fram hér fyrir sunnan en bóklega hlutann tók hann í VMA. Ég var heima og sá um börn og bú. Það æxlaðist þannig að hann var handleggsbrotinn í sex ár vegna ítrekaðra læknamistaka. Sem dæmi fékk hann eitt sinn heiftarlega sýkingu undan stálplötu og skrúfum og þurfti að vera með lausa beinendana í heilt ár án þess að geta verið í gipsi. Við leituðum eftir aðstoð virts lögmanns hér í bæ varðandi mögulegt skaðabótamál en hann sló þetta út af borðinu þannig að eftir sat minn ástkæri og fjölskyldan öll með óbætanlegan skaða. Almenna reglan var sú á þessum tíma að læknamistök voru sjaldnast viðurkennd fyrir dómi. Þetta varð hins vegar til þess að öll okkar plön fóru í vaskinn og við lifðum í fátækt um tíma, leigðum hjá Öryrkjabandalaginu og þurftum að hafa fyrir því að öngla saman fyrir mjólkurpottinum og hrísgrjónapakkanum. Styrkurinn lá alltaf í samheldninni og yndislegu börnunum okkar sem aldrei á nokkrum tímapunkti hafa kvartað undan tilveru sinni og þeim tímabundnu erfiðleikum sem þau hafa gengið í gegnum með okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“