fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Margrét reið: „Fasismi á háu stigi“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 10. ágúst 2017 16:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur og einn stjórnanda Stjórnmálaspjallsins á Facebook er ósátt við þá manneskju sem heldur um stjórnartauma í hópnum Keypt í Costco – myndir og verð. Sá hópur er afar fjölmennur og telur tæplega 90 þúsund manns. Margrét segir að ritskoðun dauðans fari fram á Costco-síðunni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnandi Costco-hópsins er sakaður um ritskoðun. Sólveig B. Fjólmundsdóttir stofnaði hópinn og hefur 5 stjórnendur sér til halds og trausts til að eyða óviðeigandi innleggjum. Vísir greindi frá því fyrr í sumar að Gísli Ásgeirsson þýðandi hefði fengið að fjúka. Hefur Sólveig verið gagnrýnd en hún sagði í byrjun júlí að hún skipti sér lítið af síðunni og hafði þá heldur ekki komið í Costco. Sagðist hún ekki bera ábyrgð á því að Gísla var sparkað. Gísli sagði í samtali við Vísi:

„Ég var rekinn úr hópnum í gær. Fjörbaugsgarður, drengur minn. Ég held að stalíneðli stjórnanda hafi náð ákveðnu hámarki.“

Gísli Ásgeirsson hefur látið til sín taka hjá Vinstri grænum en Margrét hjá Sjálfstæðisflokknum. Margrét líkir ákvörðun stjórnanda við fasisma en Gísli við Stalín.

Spurt og eytt

Margrét deildi í dag mynd af bensínstöð Costco og spurði:

„Finnið þið mun á Costco bensíninu, mér fannst bíllinn minn kraftmeiri eftir ég fyllti tankinn og er ekki frá því að ég komist lengri vegalengdir á samt eftir að prófa að mæla, getur verið að notað sé minna etanól í Costco bensín?“

Var spurningin fjarlægð og spurði Margrét þá aftur?

„Af hverju er þetta tekið út af síðunni, tengist Bensin Costco ekki vörum Costco?“

Var þetta innlegg einnig fjarlægt. Brást Margrét þá við með því að deila harmsögu sinni á eigin Facebook-síðu, Stjórnmálaspjallið og Málfrelsið. Var henni mikið niðri fyrir og skrifaði:

„Talandi um ritskoðun þá sýnist mér ritskoðun dauðans fara fram á Costco síðunni, þetta var tekið út 2x á sömu mínútu og ég setti inn, tengist þessi spurning kannski ekki vörum Costco að mati stjórnenda þarna hvað finnst ykkur?“

Vinir Margrétar eiga einnig raunasögur af veru sinni í Costco-hópnum og saka stjórnendur um harðstjórn.

„Ég lenti líka í þessu. Þetta er einhver frekjudolla fyrir norðan sem setti þessa síðu upp eingöngu fyrir sig,“ segir Jónas Jónasson. Snorri Thorisson segir: „Costco síðan er ekki á vegum Costco. Það er einhver kona í Skagafirði sem er með þessa síðu og hún er mjög upptekin af ritskoðun.“

Margrét var ekki skemmt og sagði:

„Þetta er ótrúlega stupit það fer ekki á milli mála að ég er að ræða vöru frá Costco. Fasismi á háu stigi.“

Þess má geta að Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB telur að meintan eldsneytissparnað megi rekja til annarra þátta en Costco-bensíns og að ökumenn vandi sig meira við akstur eftir umræðu um gæði eldsneytisins. Eftir að Margrét hafði deilt efni sínu tvisvar inn á síðuna og það fjarlægt gafst hún upp og gekk úr hópnum:

„Costco ætti bara að stofna sína eigin síðu, þetta er RUGL farin af síðunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“