Fókus

„Lendi óþægilega oft í því að fólk úti í bæ spyr mig hvað kærastanum mínum finnst“

Athugasemdir ýta undir staðlaðan og gamaldags hugsunarhátt – „Hann gerir sér grein fyrir að ég á líkama minn, ekki hann“

Auður Ösp skrifar
Miðvikudaginn 9. ágúst 2017 21:00

„Hann gerir sér grein fyrir að ég á líkama minn, ekki hann,“ segir Margrét Erla Maack, fjölmiðla og fjöllistakona og burlesqedansari en hún greinir frá því í færslu á facebooksíðu sinni fyrr í dag að ítrekað fái hún athugasemdir frá fólki sem feli í sér fordóma gagnvart burlesque listforminu og ýti undir þá stöðluðu ímynd að karlar eigi eignarétt á líkömum kvenna. Þannig geri fólk ráð fyrir að unnusti Margrétar hljóti að eiga bágt með tilhugsunina um að virði líkama hennar fyrir sér þegar hún er uppi á sviði.

Margrét Erla hefur undanfarin misseri verið eitt helst andlit burlesque senunnar á Íslandi en hún er er framleiðandi og listrænn stjórnandi Reykjavík Kabarett og stofnmeðlimur í Sirkus Íslands. Burlesque leikhúsformið spinnir saman kynþokka, hæfileikum og gríni og hefur Margrét Erla vakið athygli fyrir djarfa sviðsframkomu.

„Ég lendi óþægilega oft í því að fólk úti í bæ spyr mig hvað kærastanum mínum finnst eiginlega um þetta burlesquebrölt á mér, í mjög furðulegum tón,“ ritar Margrét í færslunni og bætir við að hún sé fyrir löngu búin að brynja sig upp fyrir þessum athugasemdum en Margrét er í sambandi með Tómasi Steindórssyni.

„Ég á nú lager af svörum:
– Að ég sé ekki atvinnulaus? Að ég sé sátt í eigin skinni og láti yfirþyngd ekki aftra mér í leik og starfi? Að mér sé boðið hingað og þangað um heiminn að skemmta fólki og honum með og að alls staðar eignumst við böns af vinum baksviðs? Dásamlegt. Soldið erfitt fyrir hann að fá svona oft frí úr sinni vinnu, annars fínt.
– Hann gerir sér grein fyrir að ég á líkama minn, ekki hann. Það er kannski bara kynslóðabilið? Hvernig hefur gamaldagsmaðurinn þinn það annars?“

Margrét Erla og dragstjarnan Gógó Starr eru þessa dagana að safna fyrir sýningarferðalagi um Evrópu með hjálp hópfjármögnunarsíðunnar Karolina Fund en líkt og Margrét greinir frá í færslunni mun unnustinn slást með í för sem lífvörður, bílstjóri og svokallaður sviðskettlingur. Margrét Erla greinir jafnframt frá því í færslu sinni að það vilji jsvo til að unnusti hennar sé sjálfur farinn að fikra sig áfram í þessu listformi enda orðinn hugfanginn með eindæmum. Hyggst hann jafnvel sýna frumsamið atriði á sérstakri Farvel sýningu sem haldin verður fyrir þá sem heita á tvíeykið í gegnum Karolina Fund síðuna.

Þá deilir Margrét sýnishorni af atriðinu í meðfylgjandi myndskeiði sem vekur vægast sagt miklu lukku. „Viljið þið giska við hvaða lag hann ætlar að kynþokkafylla sviðið?“ spyr Margrét Erla en hún mun annað kvöld kom fram ásamt kanadísku burlesquedívunni Diamond Minx og fjölda annarra listamanna á fjöllistakvöldi á Rósenberg: Diamond Minx´s Reykjavík Revue. Hægt er að lesa nánar um sýninguna og nálgast miða á Tix.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fyrir 1 klukkutíma síðan
„Lendi óþægilega oft í því að fólk úti í bæ spyr mig hvað kærastanum mínum finnst“

María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Fókus
Fyrir 1 klukkutíma síðan
María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

FókusFréttir
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum síðan
Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum síðan
„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum síðan
Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum síðan
Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum síðan
Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Mest lesið

Ekki missa af