Fókus

Tinna um sína erfiðustu ævistund: Reyni að vera betri mamma og læra að lifa með þessari sorg

Hætti að vera „súpermamma“ eftir að faðir hennar veiktist alvarlega af krabbameini – „Þráðurinn minn var styttri, ég var minna þolinmóð gagnvart börnunum mínum“ – Ætlar að taka einn dag í einu

Auður Ösp skrifar
Þriðjudaginn 8. ágúst 2017 21:00

„Ég vissi alveg að þetta væri allt saman að hafa mjög mikil áhrif á líf mitt en ég gerði mér ekkert endilega grein fyrir því að ég væri ekki sama mamman og ég hefði verið ef allt þetta hefði ekki verið í gangi,“ segir Tinna Freysdóttir, móðir tveggja ungra barna en í einlægum pistli lýsir hún því hvernig fráfall föður hennar hafði djúpstæð áhrif á hana og fjölskylduna og hvaða áhrif það hafði á hana í móðurhlutverkinu.

Í pistlinum, sem birtist á vefsvæðinu Fagurkerar segir Tinna frá því þegar faðir hennar veiktist alvarlega árið 2015. Hann lést í júní síðastliðinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. Veikindi föður hennar lituðu líf allra í fjölskyldunni. Tinna segir áfallið hafa haft mikil áhrif á hana sem móður.

„Ég gerði mér eiginlega ekki grein fyrir því fyrr en núna eftir á að veikindi pabba höfðu mikil áhrif á mig sem móður. Alveg síðan pabbi veiktist og það kom í ljós að hann væri með ólæknandi sjúkdóm sem sigrar alltaf á endanum þá hefur líf mitt verið einn stór rússíbani,“

Áður en faðir Tinnu veiktistvar hún að eigin sögn svokölluð „súpermamma.“ Eftir því sem ástand föður hennar versnaði fór að vera erfiðara og erfiðara að standa sig í því hlutverki.

Tinna Freysdóttir. Ljósmynd/Bleikt.is
Tinna Freysdóttir. Ljósmynd/Bleikt.is

„Eftir að ég vissi það að þetta væri svona alvarlegt þá einhvern veginn breyttist allt. Þráðurinn minn var styttri, ég var minna þolinmóð gagnvart börnunum mínum og ég bara breyttist. Fór minna og minna að hugsa um útlitið og um sjálfa mig. Hætti að nenna neinu.

Fyrir utan það að ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er svolítið búin að loka mig af síðustu mánuðina, þá var það ekki fyrr en núna eftir að pabbi lést sem ég gerði mér grein fyrir því að síðustu mánuðirnir í lífi barnanna minna hafa verið frekar slæmir gagnvart þeim,“

ritar Tinna einnig en bætir við að skiljanlega hafi verið ástæða fyrir þessum breytingum á hegðun hennar. Það sé þó erfitt að kyngja því að hlutirnir gætu litið öðruvísi út í dag hefði faðir hennar ekki veikst.

Tinna kveðst nú hafa sett sér það markmið að hlúa enn betur að börnum sínum og leggja rækt við móðurhlutverkið, á meðan hún lærir að lifa með sorginni.

„Eitt veit ég, það er að ég elska börnin mín meira en allt í öllum heiminum og það er ekkert sem ég myndi ekki gera fyrir þau og þess vegna ætla ég að reyna taka mig á núna og reyna að komast á betri stað. Við lifum bara einu sinni og við verðum að reyna njóta lífsins á hverjum degi, alveg sama hvað það getur verið erfitt oft á tíðum.“

Hægt er að lesa pistil Tinnu í heild sinni á Bleikt.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fyrir 1 klukkutíma síðan
Tinna um sína erfiðustu ævistund: Reyni að vera betri mamma og læra að lifa með þessari sorg

María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Fókus
Fyrir 1 klukkutíma síðan
María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

FókusFréttir
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum síðan
Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum síðan
„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum síðan
Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum síðan
Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum síðan
Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Mest lesið

Ekki missa af