Fókus

Sunna Rós er einstæð móðir og ófrísk eftir tæknisæðingu: „Ég vil gera hlutina á minn hátt“

Tók meðvitaða ákvörðun um að hætta að „deita“ – „Mig langaði ekki að blanda öðrum aðila inn í dæmið“

Auður Ösp skrifar
Þriðjudaginn 8. ágúst 2017 22:00

„Ég hugsaði það aldrei þannig að ef mig myndi langa í annað barn þá þyrfti ég að eiga mann og að vera gift. Ég vildi ekki vera háð öðrum varðandi þessa ákvörðun. Mig einfaldlega langaði að eignast annað barn og þetta var leiðin sem ég ákvað að fara,“ segir Sunna Rós Baxter, þrítug einstæð móðir sem á von á sínu öðru barni í október. Aðstæður Sunnu Rósar er nokkuð óhefðbundar en hún er ófrísk eftir tæknisæðingu með gjafasæði og hún hefur rætt opinskátt um ferlið, meðal annars á Snapchat rás sinni, sunnabaxter.

„Eftir að ég fór að tala um þetta hef ég fengið rosalega mikið af spurningum frá fólki. Það eru til dæmis margir sem vita yfirhöfuð ekki að einhleypum konum er leyfilegt að gangast undir tæknisæðingu í dag. Margir hafa líka lýst yfir áhyggjum yfir því að barnið verði lagt í einelti í framtíðinni. Þetta eru allt hlutir sem ég var ekki einu sinni að spá í. Ég var ekki að kryfja þetta svona mikið til mergjar,“ segir Sunna. Hún á átta ára dóttur en var í ekki í sambandi með barnsföðurnum á sínum tíma. Barnsfaðirinn býr í dag erlendis og hefur Sunna nær alfarið komið ein að uppeldi dótturinnar.

Hún tók þá ákvörðun fyrir tveimur árum að hætta að „deita.“ Hætta að verða öðrum háð en sjálfri sér.

„Ég hef ekki verið í sambandi í tíu ár og ég hef ekki verið að leitast eftir því. Ég get ekki stjórnað því hvenær ég hitti einhvern og fer í samband með honum. Ég vil frekar einbeita mér að lífinu mínu og þeim hlutum sem ég get stjórnað, eins og til dæmis hvar ég vil búa, og að koma með annað barn. Ég vil gera hlutina á minn hátt, og á meðan ég er ekki að særa aðra þá sé ekki af hverju það ætti ekki að vera í lagi.“

Tók ákvörðun og stóð við hana

Á seinasta ári var Sunna farin að finna fyrir mikilli löngun til að bæta nýjum meðlim við litlu fjölskylduna.

„Ég var búin að vera svo lengi ein með dóttur minni og fékk það sterkt á tilfinninguna að það væri eitt barn eftir, það vantaði eitt í viðbót. Mig langaði líka að gefa stelpunni minni systkini.

Ég var tilbúin á þessum tímapunkti. Ég tók þá ákvörðun í ágúst á seinasta ári að ég ætlaði að verða ólétt í janúar og ég stóð við þá ákvörðun. Ég var áður búin að kanna möguleikann, á þeim tíma þegar Art Medica sá um þessar aðgerðir,“ segir Sunna en hún gekk strax í málið og pantaði tíma hjá IVF klíníkinni. Í kjölfarið gekkst hún undir viðeigandi rannsóknir áður en sjálf tæknisæðingin fór fram.

„Mér hefur alltaf fundist þetta voðalega eðlilegt skref. Ég ákvað í ágúst að ég ætlaði að verða ófrísk í janúar og það gekk eftir.“

Sunna valdi sæðisgjafa á netinu- í gagnagrunni dansks sæðisbanka. Þar gat hún flett upp gjafa eftir ýmsum skilyrðum, svosem þyngd, hæð, háralit . Sæðisgjafi hennar er hálf danskur og hálf kólumbískur og valdi hún svokallaðan opinn gjafa.

„Það þýðir að barnið getur fengið að vita hver gjafinn er þegar það er orðið 18 ára. Ég vildi ekki taka þann valkost af henni eða honum. Ég vildi geta haldið þeim möguleika opnum. Það eru mjög ítarlegar upplýsingar inni á síðunni, það er til að mynda hægt að sjá myndir af viðkomandi gjafa þegar hann var barn, hægt að hlusta á hljóðupptöku af viðtali við hann, lesa sjúkrasögu hans og fjölskyldu hans og svo framvegis.“

Óviðeigandi athugasemdir

Hún segir marga velta vöngum yfir kostnaðinum við ferlið. Hún var heppin að því leytinu til að hún þurfti aðeins eina meðferð til að verða ófrísk. Ekki er óalgengt að nokkrar meðferðir þurfti til að getnaður takist. „Allt í allt greiddi ég rúmlega 170 þúsund krónur fyrir ferlið, en ég veit um margar sem hafa þurft að greiða mun meira, jafnvel nokkrar milljónir.“

Sunna kveðst jafnframt hafa fengið að heyra athugasemdir frá fólki sem spyr hvers vegna hún hafi ekki bara kíkt út á skemmtanalífið og fundið barnsföður þar. Slíku fylgi augljóslega minni kostnaður. „En ég hafði nú bara einfaldlega ekki áhuga á að eignast annan barnsföður. Mig langaði ekki að blanda öðrum aðila inn í dæmið.“

Sunna kveðst hafa tekið eftir því að þó nokkrar konur íhugi möguleikann á tæknisæðingu en ferlið sjálf vaxi þeim í augum.

„Mér finnst eins og margar konur þarna úti séu að íhuga þetta en það er eins þær mikli ferlið voðalega mikið fyrir sér, og haldi að þú þurfir að gangast í gegnum fjöldann allan af alls kyns prófum, svipað og þegar fólk sækir um að ættleiða barn. Þær halda þá kanski að þær þurfi að hafa fyrir því að sanna að þær séu hæfar að eignast barn. Þetta er hins vegar ekki alveg svo flókið,“ segir Sunna og tekur undir að sá sem gangi í gegnum ferlið sé fyrst og fremst að gera það á eigin ábyrgð.

Dóttirin tekur virkan þátt í ferlinu

Sem fyrr segir á Sunna átta ára dóttur sem bíður spennt eftir því að eignast yngra systkini. „Ég ákvað strax að vera mjög hreinskilin við hana varðandi það hvernig nýja systkinið varð til og varðandi allt þetta ferli. „Ég leyfði henni til dæmis að horfa á þegar ég var var að velja gjafann. Hún kom líka með mér í tæknisæðinguna og var viðstödd aðgerðina, sat á stól á meðan tjald var dregið fyrir.

Hún var búin að taka mjög mikinn þátt í þessu með mér, það er næstum því eins og að hafa maka með sér í þessu ferli. Það er nánast að líða yfir hana hún er svo spennt. Ég ætla að eiga barnið heima og leyfa henni að vera viðstödd og klippa á naglastrenginn,“ segir Sunna jafnframt en hún kaus að fá ekki að vita kyn barnsins, heldur ætlar hún að láta koma sér á óvart að þessu sinni. „En ég finn sterklega á mér að ég gangi með stelpu og við tölum alltaf um litlu stelpuna eða litlu systurina sem er á leiðinni.“

Sunna er í litlu sambandi við fjölskyldu sína í dag og veit þar af leiðandi ekki hvaða skoðun fjölskylda hennar hefur á ákvörðun hennar að eignast barn með þessum hætti. Hún segir nánustu vini hennar þó styðja sig heilshugar og að almennt hafi viðbrögð fólks verið afar góð. „Eiginlega allt sem hefur verið sagt við mig hefur verið jákvætt og fólk hefur hrósað mér fyrir að þora þessu.Ég held að margar konur sem séu að íhuga þetta óttist að þær séu ekki með nógu gott stuðningsnet og séu þess vegna ekki tilbúnar að vera einstæðar mæður. Ég er ekki með neitt sérstakt stuðningsnet í kringum mig og ég er samt að láta þetta ganga upp.“

Sunna festi kaup á íbúð í Keflavík í september síðastliðnum og hefur undanfarna mánuði lagt kapp við að gera hana upp og búa þannig til hlýlegt heimili handa sér og börnunum.

„Ég sé ekki fyrir mér endilega að fara í samband með manni, allavega er ég ekki að leitast eftir því. Mig langar bara að einbeita mér að mér og börnunum, þó svo að ég útiloki ekkert.“

Einstakar mæður er félag kvenna sem hefur valið að eignast börn upp á eigin spýtur, með tæknifrjóvgun eða í gegnum ættleiðingu, og kvenna sem hafa hafið tæknifrjóvgunar- eða ættleiðingarferli einar síns liðs. Megintilgangur félagsins er að standa vörð um hagsmuni félagskvenna og barna þeirra, efla samskipti þeirra á meðal og veita upplýsingar um ýmis mál sem að þeim snúa. Hér má finna heimasíðu félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fyrir 1 klukkutíma síðan
Sunna Rós er einstæð móðir og ófrísk eftir tæknisæðingu: „Ég vil gera hlutina á minn hátt“

María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Fókus
Fyrir 1 klukkutíma síðan
María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

FókusFréttir
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum síðan
Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum síðan
„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum síðan
Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum síðan
Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum síðan
Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Mest lesið

Ekki missa af