Fókus

Hrollvekjan Annabelle: Creation heimsfrumsýnd á Íslandi

Langar þig í bíómiða? -Skylduáhorf fyrir hrollvekjuaðdáendur

Ragna Gestsdóttir skrifar
Mánudaginn 7 ágúst 2017 20:30

Kvikmyndin Annabelle: Creation verður heimsfrumsýnd í Sambíóunum þann 9. ágúst næstkomandi og er óhætt að lofa góðum trylli fyrir spennu- og hrollvekjuaðdáendur, enda engir byrjendur í bransanum sem koma að myndinni. Aðalframleiðandi er James Wan, en fyrsta mynd hans var hin frábæra Saw (2004), sem hann leikstýrði og skrifaði handritið að. Myndin hefur leitt af sér átta framhaldsmyndir og kom Wan að fimm þeirra.

Myndin fjallar um hjónin, Samuel brúðugerðarmann og eiginkonu hans, Esther. Tólf árum eftir að dóttir þeirra deyr í skelfilegu bílslysi ákveða þau að opna heimili sitt fyrir og breyta því í heimili fyrir munaðarlausar stúlkur. Í byrjun gengur allt vel, en fljótlega fara skelfilegir atburðir að gerast í húsinu og ljóst að brúðan Annabelle á einhvern hlut þar að máli.

Myndin er eins og nafnið gefur til kynna upprunasaga brúðunnar Annabellu og því forsaga myndarinnar Annabelle (2014), en sú mynd var síðan ákveðin forsaga atburðanna í Conjuring-myndunum, sem komu út 2013 og 2016 og er þriðja myndin í vinnslu. Það eru Lulu Wilson og Talitha Bateman, 11 og 16 ára, sem fara með aðalhlutverkin og hafa þær fengið fína dóma fyrir. Leikstjóri Annabelle: Creation er hinn sænski David F. Sandberg sem fékk góða dóma fyrir Lights out (2016), sem var fyrsta myndin sem hann leikstýrði í fullri lengd, en myndin er byggð á stuttmynd hans frá árinu 2013. Framleiðandi Lights out var James Wan og greinilega eiga þeir félagar gott samstarf í hryllingsmyndageiranum.

AnnaBelle: Creation er sýnd í Sambíóunum og í samstarfi við þau gefum við miða á myndina. Þrír einstaklingar verða dregnir út og fá tvo miða hver.

Það eina sem þú þarft að gera til að eiga kost á miðum er að senda tölvupóst með nafni þínu og símanúmeri á ragna@dv.is eða skilja eftir skilaboð fyrir neðan greinina á dv.is eða Facebook-síðu okkar fyrir 9. ágúst næstkomandi. Vinningshafar verða látnir vita með tölvupósti fyrir hádegi þann 9. ágúst og geta sótt miða sína á skrifstofu DV.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=EjZkJa6Z-SY?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fókus
Fyrir 44 mínútum síðan
Hrollvekjan Annabelle: Creation heimsfrumsýnd á Íslandi

Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Fókus
Fyrir 47 mínútum síðan
Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Fókus
Fyrir 7 klukkutímum síðan
Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Langar þig í Páskaegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum síðan
Langar þig í Páskaegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Fókus
í gær
Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

í gær
Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

Mest lesið

Rúnar Freyr gjaldþrota

Ekki missa af