Fókus

Steiney keyrði full um daginn: „Þegar ég vaknaði kom sjokkið“

Kristinn H. Guðnason skrifar
Föstudaginn 4. ágúst 2017 13:25

Steiney Skúladóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, birti stutta hugvekju á Facebook síðu sinni þar sem hún lýsir því þegar hún keyrði nýlega undir áhrifum áfengis:

„Ég keyrði full um daginn. Mér leið eins og ég væri edrú, tímdi ekki leigubíl og var hvort sem er að fara svo stutt. Ég komst heim vandræðalaust og fór að sofa,“ segir Steiney og bætir við:

„Þegar ég vaknaði daginn eftir kom sjokkið. Ekki sjokkið að ég hefði getað klesst á og slasað sjálfa mig heldur sjokkið að ég hefði getað keyrt á aðra manneskju. Að ef einhver hefði labbað út á götuna hefði viðbragðstíminn minn verið of langur.“

Hún segist hafa ákveðið að segja frá þessu atviki vegna Verslunarmannahelgarinnar, þar sem mörg alvarleg bílslys hafa átt sér stað í gegnum tíðina sökum ölvunaraksturs.

„Mig langar að segja frá þessu núna því að um helgina munu margir fá þessa hugmynd í kollinn að þau séu nú ekki búin að drekka það mikið og geti alveg keyrt. En raunin er að þetta er ekki bara um að passa sig, þetta er aðallega um að stofna ekki lífi annars fólks í hættu.

Innskot: Það má koma fram að ég var ekki sót-ölvuð og ég veit ekki hvað hefði mælst í mér en bottom line það á aldrei að taka sénsinn.“

Í ummælum segist Steiney ekki eiga við áfengisvandamál að stríða sjálf, hún drekki svo sjaldan. Fær Steiney mikið hrós fyrir að stíga fram og greina á einlægan hátt frá þessum mistökum. Það gerir hún eins og áður segir til að vekja athygli á alvarleika þess að aka undir áhrifum:

„Mig langar aðallega bara að segja þetta upphátt því ég hef ekki séð neinn annan gera það. Sé það bara í fréttum og út um allt í kringum mig hvað þetta hrikalega algengt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fyrir 1 klukkutíma síðan
Steiney keyrði full um daginn: „Þegar ég vaknaði kom sjokkið“

María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Fókus
Fyrir 1 klukkutíma síðan
María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

FókusFréttir
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum síðan
Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum síðan
„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum síðan
Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum síðan
Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum síðan
Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Mest lesið

Ekki missa af