Fókus

Bekkjarsystkini safna fyrir Darra Magnússon með dyggri aðstoð Gylfa Sigurðssonar

Kristjón Kormákur Guðjónsson skrifar
Þriðjudaginn 25. júlí 2017 21:00

Árituð keppnistreyja Gylfa Sigurðssonar, sem landsliðsmaðurinn notaði í leik með Swansea í ensku úrvalsdeildinni á síðasta keppnistímabili, verður á uppboði á styrktarkvöldi fyrir Darra Magnússon og fjölskyldu hans.

Darri, sem er aðeins 18 mánaða gamall, glímir við bráðahvítblæði í mergfrumum (AML hvítblæði). Afar sjaldgæft er að börn greinist með þessa tegund hvítblæðis en meðal einkenna eru æxli sem myndast á höfði og í andliti. Sjúkdómurinn hefur reynt mikið á Darra en hann hefur varið meirihluta þessa árs í einangrun á spítala. Fjölskylda hans skiptir tíma sínum milli sín á spítalanum, sem hefur haft í för með sér tilheyrandi tekjutap sem kemur sér illa þegar svo illvígur sjúkdómur á í hlut.

Faðir Darra, Magnús Reynisson, fagnar 20 ára útskriftarafmæli úr Foldaskóla á þessu ári. Gamlir skólafélagar hans ákváðu því að nýta tækifærið, í stað þess að halda hefðbundna skemmtun fyrir árganginn – var ákveðið að halda skemmtikvöld í Grafarvogi þar sem öll eru velkomin. Haldið verður happdrætti með glæsilegum vinningum en auk þess verða veitingar á sérstaklega hagstæðu verði. Allur ágóði happdrættisins og veitingasölunnar rennur óskiptur til Darra og fjölskyldu hans.

Rúsínan í pylsuendanum eru síðan tvær áritaðar keppnistreyjur Swansea City sem Gylfi Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, gaf til styrktar málefninu. Önnur þeirra verður boðin upp á opnu uppboði á facebook en hin verður meðal vinninga í happdrættinu sem fram fer á styrktarkvöldinu.

Meðal annarra vinninga má nefna gjafabréf í þriggja rétta veislu fyrir tvo á Kol Restaurant, gjafabréf fyrir tvo í brunch á Vegamótum, Enski barinn gefur 20 þúsund króna gjafabréf auk þess sem Lebowski-bar leggur til gjafabréf fyrir hamborgaramáltíðir. Fjöldi annarra vinninga verða dregnir út.

Bekkjarfélagar Magnúsar ætla að halda uppi stuðinu á styrktarkvöldinu með skífuþeytingum fram eftir kvöldi en viðburðurinn fer að sjálfsögðu fram í hjarta Grafarvogs, á sjálfri Gullöldinni, föstudaginn 28. júlí kl. 20. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Fyrir þau sem vilja styðja við Darra og fjölskyldu hans, en eiga ekki heimangengt á föstudag, er rétt að minna á styrktarreikning:

0536-26-8389, kt. 130384-8389.

Öll framlög, stór sem smá, eru vel þegin.

Uppboðið fer fram á facebook-síðu styrktarkvöldsins, smelltu hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fyrir 1 klukkutíma síðan
Bekkjarsystkini safna fyrir Darra Magnússon með dyggri aðstoð Gylfa Sigurðssonar

María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Fókus
Fyrir 1 klukkutíma síðan
María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

FókusFréttir
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum síðan
Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum síðan
„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum síðan
Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum síðan
Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum síðan
Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Mest lesið

Ekki missa af