Fókus

Tómas: „Stundum erum við með votta Jehóva í aðgerð sem vilja heldur deyja en að þiggja blóð“

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar
Mánudaginn 24. júlí 2017 22:00

Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum við Háskóla Íslands, er einn af þekktari læknum landsins. Hann er venjulega kallaður því vinalega heiti Lækna-Tómas. Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Tómas og ræddi við hann um læknastarfið, náttúruvernd, pólitík og fleira.

Árið 2014 var Tómas kosinn maður ársins á Bylgjunni eftir að hafa unnið björgunarafrek á Landspítalanum eftir að karlmaður var stunginn með hnífi í gegnum hjartað. Þar tókst Tómasi að bjarga mannslífi.

„Sem betur fer hefur það gerst oftar en þarna var til myndefni,“ segir hann. „Ég segi samt við nemendur mína að það sést hversu góður skurðlæknir maður er þegar fengist er við fylgikvilla eða óvæntar uppákomur, en ekki endilega þegar allt gengur vel. Við erfiðar aðstæður sýna menn hvað í þá er spunnið.“

En það fer ekki alltaf jafnvel. „Stundum missir maður sjúklinga. Það er mjög slæm tilfinning,“ segir Tómas. „Í fyrsta sinn sem ég missti sjúkling var það þegar ég var í námi í hjartaskurðlækningum í Svíþjóð. Þetta var í stór hjartaaðgerð og sjúklingurinn var þjóðþekktur sænskur maður og andlát hans var getið í blöðunum. Ég átti marga góða yfirmenn í mínu námi og einn þeirra, sem var einn færasti skurðlæknir í Svíþjóð, brýndi fyrir mér að skurðlæknir ætti aldrei að venjast því að missa sjúkling – enda mikilvægt að leggja sig alltaf 100 prósent fram. En að sama skapi má maður ekki taka svona hluti of mikið inn á sig og láta það trufla störf sín og einkalíf. Ég man samt að ég tók þetta fyrsta andlát andlát mitt eftir hjartaaðgerð nærri mér og leitaði til kollega sem bankaði bara á bakið á mér, bauð mig velkominn í hópinn og minnti á að þetta yrði ekki í síðasta skiptið sem ég myndi lenda í þessu. Það fannst mér lítil hjálp og fór ekki vel í mig.

Ég legg mikla áherslu á að ræða opinskátt við þá ungu skurðlækna sem ég er að mennta um það að eitthvað geti komið upp á í aðgerð. Mér þykir vænt um að nemendur koma til mín af eigin frumkvæði og vilja ræða þau mál og önnur. Ég er ekki sálfræðingur eða geðlæknir en ég hef mikinn áhuga á hinum mannlega þætti starfsins. Í skurðlækningum er komin fram ný kynslóð sem er ekki eins ferköntuð í mannlegum samskiptum, eins og var stundum hér áður fyrr og er enn víða vandamál erlendis. Í dag er góður skurðlæknir teymismaður, dálítið meira eins og hljómsveitarstjóri, en ekki einræðisherra.

Langoftast þegar skurðlæknar eru kærðir í starfi má rekja það til samskiptavandamála, en ekki út af atviki sem gerðist í sjálfri aðgerðinni. Ég hef alltaf átt auðvelt með að tala við fólk, þar á meðal sjúklinga mína. Það er mikilvægur hluti af starfinu að kunna á mannleg samskipti og legg áherslu á það við nemendur mína. Stór hluti af því að vera góður læknir snýst nefnilega um mannleg samskipti og ekki bara læknisfræðilega þekkingu og reynslu.“

Siðferðileg álitamál

„Langoftast þegar ég er ekki í vinnunni þá er ég uppi á fjöllum."
Fær orku úr náttúrunni „Langoftast þegar ég er ekki í vinnunni þá er ég uppi á fjöllum."

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hvernig tekst þú á við álagið sem fylgir því að sjá fólk deyja, kemstu hjá því að taka vinnuna með þér heim?

„Þetta er mjög erfitt, sérstaklega þegar um er að ræða börn eða unglinga. Á sama hátt þarf maður að lifa með þessu álagi og það er ákveðin kúnst. Það getur verið snúið að taka hlutina ekki of mikið með sér heim. Það sama á við um að fara í næstu aðgerð og þurfa að standa sig vel. Þetta er samt þjálfun.

Sem skurðlæknir verður maður að vera jákvæður og trúa á það sem maður er að gera og láta sjúklingnum og hans nánustu líða vel. Það er margt í starfinu sem er mjög erfitt og krefjandi og þar koma upp siðferðileg álitamál.“

Tómas nefnir dæmi um hið síðastnefnda: „Stundum erum við með votta Jehóva í aðgerð sem vilja heldur deyja en að þiggja blóð. Oft kemur prestur frá söfnuðinum með sjúklingnum. Sjúklingurinn skrifar jafnvel undir skjal um að hann vilji undir engum kringumstæðum þiggja blóð. Þarna er gerður samningur og álagið á skurðlækninn er mikið. Ég hef tekið þátt í allmörgum svona aðgerðum í sérnáminu og þær hafa sem betur fer allar gengið vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Tómas: „Stundum erum við með votta Jehóva í aðgerð sem vilja heldur deyja en að þiggja blóð“

Elma Sól var fórnarlamb ofbeldis: „Hann rændi mig æskunni“

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Elma Sól var fórnarlamb ofbeldis: „Hann rændi mig æskunni“

Scintilla Hospitality, Skipholti 25: Sérhannaðar gæðavörur til hótela og gististaða

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Scintilla Hospitality, Skipholti 25: Sérhannaðar gæðavörur til hótela og gististaða

Langar þig í Páskaegg nr. 11 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Langar þig í Páskaegg nr. 11 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Einstök mottulistaverk til stuðnings Krabbameinsfélagi Íslands

í gær
Einstök mottulistaverk til stuðnings Krabbameinsfélagi Íslands

María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Fókus
í gær
María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

FókusFréttir
í gær
Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Mest lesið

Ekki missa af