Fókus

Goðsögn í tónlistarheiminum

Cher í sex áratugi

Ragna Gestsdóttir skrifar
Sunnudaginn 18 júní 2017 19:00

Söng- og leikkonan Cherilyn Sarkisian, Cher, sem fæddist 20. maí 1946 hefur verið kölluð gyðja popptónlistarinnar og þrátt fyrir að vera komin á áttræðisaldur, sýnir hún þess engin merki að hún hyggist slaka á. Hún kemur enn fram á sýningum og á tónleikum, er í toppformi andlega og líkamlega og röddin er enn sú sama. Nýlega var hún heiðruð á athöfn Billboard-tónlistarverðlaunanna, þar sem hún fékk Goðsagnarverðlaunin (Icon) afhent.

Cher naut fyrst vinsælda 1965 eftir að lag hennar og eiginmanns hennar, Sonny Bono, I Got You Babe komst í fyrsta sæti vinsældalista bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í lok árs 1967 hafði dúettinn Sonny & Cher selt meira en 40 milljónir platna á heimsvísu. Ári áður hóf Cher einnig sólóferil sinn, varð vinsæll þáttastjórnandi með Sonny í þáttunum The Sonny and Cher Comedy Hour, sem naut mikilla vinsælda þau þrjú ár sem hann var í sýningu og í eigin þáttaröð, sem hét einfaldlega Cher.

Hún hefur leikið fjölda aðal- og aukahlutverka, bæði á Broadway og í kvikmyndum. Hún þreytti frumraun sína á leiksviðinu 1982 og hlaut lof fyrir fyrstu þrjú kvikmyndahlutverkin, Silkwood (1983), Mask (1985) og Moonstruck (1987) og hlaut hún Óskarsverðlaunin fyrir þá síðastnefndu.

Margverðlaunuð

Auk áðurnefndra Óskarsverðlauna hefur Cher fengið fjölmörg önnur verðlaun: Grammy-, Emmy- og þrenn Golden Globe-verðlaun, verðlaun á Cannes-kvikmyndahátíðinni auk fjölda annarra. Hún er í hópi söluhæstu listamanna allra tíma, með yfir 100 milljónir hljómplatna seldar á heimsvísu. Og til þessa er hún eini tónlistarmaðurinn til að eiga lag í fyrsta sæti Billboard-listans á hverjum áratug frá þeim sjöunda til dagsins í dag.

Brösótt hjónabönd

Þrátt fyrir að ferillinn hafi verið langur og að mestu góður, þá hafa vinsældirnar samt dalað inni á milli og lífið verið brösótt. Sama á við um hjónabönd Cher sem er tvígift. Hún og Sonny kynntust 1962 og á ýmsu gekk í sambandinu og þau voru í samböndum við aðra þar til þau að lokum giftu sig 1969, þegar dóttir þeirra Chastity Bono fæddist. Þau skildu 1975 og fjórum dögum síðar giftist Cher tónlistarmanninum Gregg Allman. Níu dögum seinna fór Cher fram á skilnað vegna heróínneyslu og drykkju Allman. Allt féll þó í ljúfa löð í bili, þau eignuðust soninn Elijah Blue 1976 og sama ár hóf Cher að nýju samstarf við Sonny. The Sonny and Cher Show komst aftur í sýningu og naut þátturinn vinsælda frá upphafi, en rifrildi þeirra á skjánum, auk erfiðleika í hjónabandi Cher og Allman, leiddi til þess að þátturinn var blásinn af 1977. Cher og Allman skildu síðan 1979.

Sonny og Cher á góðri stundu.
Meðan allt lék í lyndi Sonny og Cher á góðri stundu.
Cher og seinni eiginmaður hennar, Gregg Allman. Hann lést 27. maí síðastliðinn,
Brugðið á leik Cher og seinni eiginmaður hennar, Gregg Allman. Hann lést 27. maí síðastliðinn,

Stundar sjóbretti

Til að viðhalda unglegu útliti borðar Cher að mestu grænmetisfæði og segist hún ekki hrifin af kjöti. „Heilbrigði hefur alltaf verið hluti af mínu lífi, það virkar bara fyrir mig,“ sagði hún í viðtali árið 2013. „Hlutir eins og áfengi og eiturlyf eru óheilbrigðir og ég fann fljótt að hvorugt átti við mig. Ég reykti sígarettur á tímabili en hætti því og ég drekk kannski þrisvar til fjórum sinnum á ári.“

Til að halda sér í formi stundar Cher sjóbretti, sem hún lærði þegar hún var sextug, hleypur, gengur og fer í ræktina, en hún segist stunda líkamsrækt fimm sinnum í viku.

Goðsagnarverðlaun Billboard

Á Billboard-verðlaunaafhendingunni kom Cher fram og flutti tvö lög, Believe frá 1998 og If I Could Turn Back Time frá 1989, þar sem segja má að hún hafi snúið á Herra Tíma sjálfan, því hún mætti á svið í sama búningi og þegar hún flutti lagið nærri 20 árum áður.

Þó að Cher hafi leitað aðstoðar læknavísindanna oftar en einu sinni og oftar en tvisvar til að viðhalda líkamanum þá er því ekki að neita að hún er í toppformi, en hún varð 71 árs daginn fyrir verðlaunahátíðina. Að eigin sögn getur hún plankað í fimm mínútur.

Í ræðunni við afhendingu verðlaunanna þakkaði Cher móður sinni sem sagði við hana þegar hún var ung: „Þú verður ekki sú klárasta, þú verður ekki sú fallegasta, þú verður ekki sú hæfileikaríkasta, en þú munt verða sérstök.“ Cher sagði síðan að Sonny hefði sagt það sama þegar þau hittust fyrst. Það má hins vegar segja að Cher hafi svo sannarlega sannað hið gagnstæða, enda hæfileikarík á mörgum sviðum, falleg og fyrirmynd margra yngri söngkvenna.

Söngkonan Gwen Stefani afhenti Cher verðlaunin og sagði hún Cher vera táknmynd goðsagnar og hrósaði henni fyrir áhrif hennar á tónlistarheiminn og tískuna.
Alsæl með heiðursverðlaun Söngkonan Gwen Stefani afhenti Cher verðlaunin og sagði hún Cher vera táknmynd goðsagnar og hrósaði henni fyrir áhrif hennar á tónlistarheiminn og tískuna.

Mynd: 2017 Getty Images

Cher vakti hrifningu með frammistöðu sinni á Billboard-verðlaununum.
Engu gleymt Cher vakti hrifningu með frammistöðu sinni á Billboard-verðlaununum.

Mynd: 2017 Getty Images

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fókus
í gær
Goðsögn í tónlistarheiminum

Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

í gær
Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

í gær
Pulp Fiction-húsið til sölu

Sjáið agaðasta kött landsins – Pissar í klósettið að sjálfsdáðum

í gær
Sjáið agaðasta kött landsins – Pissar í klósettið að sjálfsdáðum

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum: „Trúi varla muninum á andlegum og líkamlegum breytingum“

Fréttir
í gær
Hvíldardagur í dós

Vilhelm selur lykil að himnaríki: „Ég varð skyggn  og náði sambandi við hina framliðnu“

Fókus
Fyrir 2 dögum síðan
Vilhelm selur lykil að himnaríki: „Ég varð skyggn  og náði sambandi við hina framliðnu“

Guðný léttist um 63 kíló: „Var alveg hætt að horfa framan í fólk því mér leið svo illa“

Mest lesið

Ekki missa af