Fókus

Svipmyndir frá Sjóaranum síkáta

Litrík og skemmtileg bæjarhátíð

Ragna Gestsdóttir skrifar
Laugardaginn 17 júní 2017 21:00

Bæjarhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík fór fram í 21. sinn aðra helgina í júní. Blíðskaparveður var alla helgina fyrir utan smá vætu rétt undir lok litaskrúðgöngunnar á föstudag. Bæjarbúar og gestir þeirra á öllum aldri skemmtu sér konunglega og var boðið upp á fjölda smærri og stærri viðburða frá morgni til kvölds alla helgina, frá föstudegi til sunnudags.

Bæjarhátíðin var vel sótt líkt og fyrri ár og þrátt fyrir að bæði Kótilettan á Selfossi og Color Run hafi fallið á sömu helgi í ár benda tölur frá Vegagerðinni til að um 40.000 gestir hafi ferðast í gegnum bæinn meðan hátíðin stóð yfir. Grindvíkingar pakka nú saman skreytingum fram að næstu hátíð og þakka gestum kærlega fyrir komuna.

Boðið var upp á fjölda skemmtiatriða á sviði á hátíðarsvæðinu, hér sér Latibær um að heilla börnin.
Hátíðarsvið Boðið var upp á fjölda skemmtiatriða á sviði á hátíðarsvæðinu, hér sér Latibær um að heilla börnin.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Íþróttaálfurinn gefur gestum góð ráð.
Íþróttaálfurinn Íþróttaálfurinn gefur gestum góð ráð.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Það var hörð barátta í koddaslagnum, sem alltaf er bráðskemmtilegt að horfa á.
Hart tekist á Það var hörð barátta í koddaslagnum, sem alltaf er bráðskemmtilegt að horfa á.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Fjallið sjálft, Hafþór Júlíus Björnsson, bar sigur úr býtum í keppninni um sterkasta mann í heimi.
Sterkasti maður í heimi Fjallið sjálft, Hafþór Júlíus Björnsson, bar sigur úr býtum í keppninni um sterkasta mann í heimi.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Bifhjólamenn keyrðu í hóp frá Bláa lóninu að Virkinu, klúbbhúsi Grindjána, þar sem hjólin voru síðan til sýnis.
Hópakstur bifhjóla Bifhjólamenn keyrðu í hóp frá Bláa lóninu að Virkinu, klúbbhúsi Grindjána, þar sem hjólin voru síðan til sýnis.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Einar Mikael töframaður töfraði alla upp úr skónum.
Töfrabrögð Einar Mikael töframaður töfraði alla upp úr skónum.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík er öflug björgunarsveit og sá hún um kappróður, koddaslag, skemmtisiglingu og gæslu á hátíðinni.
Öflug björgunarsveit Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík er öflug björgunarsveit og sá hún um kappróður, koddaslag, skemmtisiglingu og gæslu á hátíðinni.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Á sjómannadag fengu nokkrir sjómenn viðurkenningu fyrir ævistarf sitt.
Heiðursviðurkenning sjómanna Á sjómannadag fengu nokkrir sjómenn viðurkenningu fyrir ævistarf sitt.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Ingó veðurguð sá um skemmtun á bryggjuballinu á föstudeginum og tóku gestir vel undir í söng og dansi.
Veðurguðinn Ingó veðurguð sá um skemmtun á bryggjuballinu á föstudeginum og tóku gestir vel undir í söng og dansi.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Hverfin fjögur mætast í skrúðgöngu sem fer fylktu liði niður á hátíðarsvæðið.
Skrúðganga í hverfislitunum Hverfin fjögur mætast í skrúðgöngu sem fer fylktu liði niður á hátíðarsvæðið.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Björgunarsveitarmenn voru við öllu búnir.
Við öllu búnir Björgunarsveitarmenn voru við öllu búnir.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Öll hverfi eru með grill á föstudeginum fyrir litaskrúðgönguna, hér má sjá eitt í rauða hverfinu.
Rautt götugrill Öll hverfi eru með grill á föstudeginum fyrir litaskrúðgönguna, hér má sjá eitt í rauða hverfinu.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Borgarhraun 15, sem Hafsteinn og Grace eiga.
Frumlegasta skreytingin í Græna hverfinu 2017 Borgarhraun 15, sem Hafsteinn og Grace eiga.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Norðurhóp 28 og 30 sem Kristín og Úlfar og Stefanía og Óskar eiga.
Frumlegasta skreytingin í Appelsínugula hverfinu 2017 Norðurhóp 28 og 30 sem Kristín og Úlfar og Stefanía og Óskar eiga.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Sjóarinn síkáti og sjóaraskvísan 2017 voru valin: Hanna Sigurðardóttir og Haukur Guðberg Einarsson, sem eins og sjá má tilheyra bæði appelsínugula hverfinu.
Sjóarinn og sjóaraskvísan Sjóarinn síkáti og sjóaraskvísan 2017 voru valin: Hanna Sigurðardóttir og Haukur Guðberg Einarsson, sem eins og sjá má tilheyra bæði appelsínugula hverfinu.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Fullt var í siglingu með Tómasi Þorvaldssyni.
Skemmtisigling Fullt var í siglingu með Tómasi Þorvaldssyni.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Fiskar og furðuverur úr sjónum voru til sýnis á bryggjunni.
Fiskar og furðuverur Fiskar og furðuverur úr sjónum voru til sýnis á bryggjunni.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Vinkonurnar Skoppa og Skrítla skemmtu.
Skoppað og skrítlað Vinkonurnar Skoppa og Skrítla skemmtu.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Bjarni töframaður bregður á leik með ungum aðstoðarmanni.
Abrakadabra Bjarni töframaður bregður á leik með ungum aðstoðarmanni.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Trúbadorarnir Pálmar Örn og Svanur Bjarki stigu á svið fyrir rauða hverfið.
Dúettinn Dúbilló Trúbadorarnir Pálmar Örn og Svanur Bjarki stigu á svið fyrir rauða hverfið.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Börn í appelsínugula hverfinu tilbúin fyrir göngu.
Appelsínugulir Börn í appelsínugula hverfinu tilbúin fyrir göngu.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Hjónin Margrét Magnúsdóttir og Bjarki Guðmundsson, eldrauð og til í helgina.
Allt sem er rautt rautt Hjónin Margrét Magnúsdóttir og Bjarki Guðmundsson, eldrauð og til í helgina.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Bíbí og Björgvin sungu fyrir gesti.
Lög ævintýranna Bíbí og Björgvin sungu fyrir gesti.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Guðni Th. var leystur út með góðum gjöfum, Finnur Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur.
Forsetinn og bæjarstjórinn Guðni Th. var leystur út með góðum gjöfum, Finnur Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Steinunn Árnadóttir var græn og glöð ásamt vinafólki sínu.
Grænir og glaðir Steinunn Árnadóttir var græn og glöð ásamt vinafólki sínu.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Þegar veðrið er gott er hægt að halda matarboðið úti í garði.
Græn garðveisla Þegar veðrið er gott er hægt að halda matarboðið úti í garði.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Mannfjöldinn var litríkur við sviðið.
Litríkt á hátíðarsvæði Mannfjöldinn var litríkur við sviðið.

Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fókus
í gær
Svipmyndir frá Sjóaranum síkáta

Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

í gær
Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

í gær
Pulp Fiction-húsið til sölu

Sjáið agaðasta kött landsins – Pissar í klósettið að sjálfsdáðum

í gær
Sjáið agaðasta kött landsins – Pissar í klósettið að sjálfsdáðum

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum: „Trúi varla muninum á andlegum og líkamlegum breytingum“

Fréttir
í gær
Hvíldardagur í dós

Vilhelm selur lykil að himnaríki: „Ég varð skyggn  og náði sambandi við hina framliðnu“

Fókus
Fyrir 2 dögum síðan
Vilhelm selur lykil að himnaríki: „Ég varð skyggn  og náði sambandi við hina framliðnu“

Guðný léttist um 63 kíló: „Var alveg hætt að horfa framan í fólk því mér leið svo illa“

Mest lesið

Ekki missa af