Fókus

Jakob og Alexander með alvöru byssur í Hafnarfirði: Verðmæti 10 til 12 milljónir – Nýtt myndband frá Valby bræðrum

Kristjón Kormákur Guðjónsson skrifar
Laugardaginn 17. júní 2017 16:19
Eigandinn vill ekki koma fram undur nafni
Byssurnar í Hafnarfirði Eigandinn vill ekki koma fram undur nafni

Alvöru vopn að verðmæti tíu til tólf milljóna króna sem eru í eigu Hafnfirðings sem vill ekki láta nafns síns getið leika eitt af aðalhlutverkunum í nýju myndbandi Valby bræðra við lagið Peningar. Vandað er til verka við gerð myndbandsins sem meðal annars er tekið upp í Herrafatabúð Kormáks og Skjaldar.

Valbý bræður eru þeir Jakob Valby og Alexander Gabríel Hafþórsson. Þeir eru hálfbræður, sammæðra og ólust upp saman. Bræðurnir fluttu af landi brott til Danmerkur þegar þeir voru börn og ólust þar upp.

Bræðurnir byrjuðu að fikta við að semja texta fyrir um sjö árum og 2013 kom út fyrsta lag þeirra saman. Bræðurnir eru með háleit plön og hafa vinsældir sveitarinnar aukist jafnt og þetta. Hefur lagið Peningar fengið afar góðar viðtökur.

Bræðurnir voru fyrr á þessu ári í viðtali við DV. Þar voru þeir spurðir hvaðan nafn sveitarinnar kemur. Alexander Gabríel segir að föðurætt hans reki rætur sínar til Kálfavíkur í Skötufirði í Djúpi.

„Við gátum ekki heitið Kálfa-bræður,“ svaraði hann brosandi og þar með var málið útrætt. Valby-bræður er vissulega betra nafn.

Það vekur athygli þegar horft er á myndbandið að þar má sjá mikið magn af byssum af ýmsum stærðum og gerðum. Í myndbandinu sem sjá má neðst í fréttinni eru þeir bræður að plotta rán. Myndbandið er tekið upp í Hafnarfirði en í því eru bræðurnir að kaupa vopn af albönskum vopnasala.

„Þetta er alvöru stöff og verðmæti vopnanna er sirka tíu til tólf milljónir,“ segir Jakob í samtali við DV. „Þetta er aðeins brot af þeim vopnum sem maðurinn á. Þú færð samt ekki að vita hver eigandinn er,“ bætir Jakob við hlæjandi. Þess má svo geta að Valby Bræður mæta þriðja árið í röð í Fenris tjaldið á Secret Solstice 2017 kl: 22:45

Hér fyrir neðan má sjá myndskeiðið:

Lag: Lady Babuska Texti: Jakob Valby, Alexander Gabríel Upptaka: Valby Bræður Hljóðblöndun og mastering: Reddlights Leikstjóri: Ingimar Elíasson Kvikmyndataka: Dukagjin Idrizi Framleiðendur: Valby Bræður, Ingimar Elíasson, Daniel Kristinn Gunnarsson, Mike King, Þorlákur Bjarki. Sérstakar þakkir: Tölvutek, Vbc, Kormákur & Skjöldur.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=_VfhD7ARk9Y&w=660&h=415]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fyrir 3 klukkutímum síðan
Jakob og Alexander með alvöru byssur í Hafnarfirði: Verðmæti 10 til 12 milljónir – Nýtt myndband frá Valby bræðrum

María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum síðan
María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

FókusFréttir
Fyrir 8 klukkutímum síðan
Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum síðan
Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum síðan
„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum síðan
Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 15 klukkutímum síðan
Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Fókus
Fyrir 15 klukkutímum síðan
Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Mest lesið

Ekki missa af