Fókus

Guðrún er niðurbrotin: Týndi hálsmeni með fingrafari látins sonar síns – Getur þú hjálpað henni?

Persónulegur gripur sem er henni afar kær

Einar Þór Sigurðsson skrifar
Miðvikudaginn 14. júní 2017 22:00

„Ég er alveg miður mín. Þetta er svo persónulegt,“ segir Guðrún Rós Pálsdóttir sem varð fyrir þeirri miður skemmtilegu reynslu að týna hálsmeni sem er henni afar kært.

Hér má sjá sambærilegt hálsmen og Guðrún týndi.
Hálsmen Hér má sjá sambærilegt hálsmen og Guðrún týndi.

Hálsmenið sem um ræðir er hjarta með fingraförum sonar hennar, Vignis Grétars Stefánssonar, sem lést skömmu fyrir jólin 2015. Guðrún lét útbúa hálsmenið skömmu eftir kistulagninguna á sínum tíma, en auk þess var að finna á hálsmeninu silfurplatta með upphafsstafnum V sem synir Vignis gáfu ömmu sinni í jólagjöf.

Það er því ljóst að um afar persónulegan hlut var að ræða sem er Guðrúnu mjög kær.

Guðrún segist því miður ekki vita hvar hún glataði hálsmeninu, en hún hafi meðal annars farið í Kringluna og spurst fyrir um það þar en án árangurs. „Það er búið að leita allsstaðar fyrir mig,“ segir hún.

Hún ákvað í gærkvöldi að láta reyna á mátt Facebook þar sem hún hvatti vini sína til að deila færslunni þar sem hún lýsir eftir hálsmeninu. Það hafði ekki borið árangur en Guðrún yrði þeim ævinlega þakklát sem fyndi hálsmenið og kæmi því í réttar hendur.

Á meðfylgjandi mynd, hér að ofan, má sjá sambærilegt hálsmen og Guðrún týndi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fyrir 3 klukkutímum síðan
Guðrún er niðurbrotin: Týndi hálsmeni með fingrafari látins sonar síns – Getur þú hjálpað henni?

María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum síðan
María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

FókusFréttir
Fyrir 8 klukkutímum síðan
Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum síðan
Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum síðan
„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum síðan
Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 15 klukkutímum síðan
Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Fókus
Fyrir 15 klukkutímum síðan
Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Mest lesið

Ekki missa af