fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

„Fólk heldur að ég hafi verið lamin“ – Marina segir frá deginum sem breytti öllu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. júní 2017 06:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki hægt að komast hjá því að sjá rauða merkið sem þekur stærsta hluta hægri kinnarinnar. Árum saman reyndi Marina að fela fæðingarblettinn (valbrána) en fyrir nokkrum mánuðum ákvað hún að hætta því og síðan þá hefur margt breyst.

Marina Isaksson er 25 ára Svíi. Í vetur sýndi vinkona hennar henni auglýsingu þar sem auglýst var eftir fyrirsætum með „öðruvísi“ útlit. Þegar Marina sá auglýsinguna breyttist viðhorf hennar til fæðingarblettsins algjörlega og hún mætti í prufu án andlitsfarða og sólgleraugna en hún var vön að fela blettinn með farða og sólgleraugum.

Í framhaldi af prufunni byrjaði hún að birta myndir af sér, þar sem bletturinn sést vel, á Instagram. Expressen skýrir frá þessu. Marina segir að þegar hún birti fyrstu myndirnar hafi margir spurgt hana hvort hún hafi verið lamin og að mörgum hafi brugðið við að sjá fæðingarblettinn.

Mynd: Instagram

Hún byrjaði að fela blettinn með farða þegar hún var 13 ára en hefur nú alveg hætt því og segist hafa verið orðin þreytt á að fela hver hún er í raun og veru. Hún hefur farið í 50 laseraðgerðir þar sem reynt var að fjarlægja fæðingarblettinn en það hefur ekki virkað og hún hefur nú sætt sig við að hann mun ekki hverfa.

Marina segist vonast til að saga hennar geti orðið til að hjálpa öðrum, sem finnst þeir vera öðruvísi, til að sætta sig við útlit sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi