Fókus

„Fólk heldur að ég hafi verið lamin“ – Marina segir frá deginum sem breytti öllu

Kristján Kristjánsson skrifar
Miðvikudaginn 14. júní 2017 06:48

Það er ekki hægt að komast hjá því að sjá rauða merkið sem þekur stærsta hluta hægri kinnarinnar. Árum saman reyndi Marina að fela fæðingarblettinn (valbrána) en fyrir nokkrum mánuðum ákvað hún að hætta því og síðan þá hefur margt breyst.

Marina Isaksson er 25 ára Svíi. Í vetur sýndi vinkona hennar henni auglýsingu þar sem auglýst var eftir fyrirsætum með „öðruvísi“ útlit. Þegar Marina sá auglýsinguna breyttist viðhorf hennar til fæðingarblettsins algjörlega og hún mætti í prufu án andlitsfarða og sólgleraugna en hún var vön að fela blettinn með farða og sólgleraugum.

Í framhaldi af prufunni byrjaði hún að birta myndir af sér, þar sem bletturinn sést vel, á Instagram. Expressen skýrir frá þessu. Marina segir að þegar hún birti fyrstu myndirnar hafi margir spurgt hana hvort hún hafi verið lamin og að mörgum hafi brugðið við að sjá fæðingarblettinn.

Mynd: Instagram

Hún byrjaði að fela blettinn með farða þegar hún var 13 ára en hefur nú alveg hætt því og segist hafa verið orðin þreytt á að fela hver hún er í raun og veru. Hún hefur farið í 50 laseraðgerðir þar sem reynt var að fjarlægja fæðingarblettinn en það hefur ekki virkað og hún hefur nú sætt sig við að hann mun ekki hverfa.

Marina segist vonast til að saga hennar geti orðið til að hjálpa öðrum, sem finnst þeir vera öðruvísi, til að sætta sig við útlit sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fyrir 3 klukkutímum síðan
„Fólk heldur að ég hafi verið lamin“ – Marina segir frá deginum sem breytti öllu

María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum síðan
María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

FókusFréttir
Fyrir 8 klukkutímum síðan
Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum síðan
Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum síðan
„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum síðan
Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 15 klukkutímum síðan
Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Fókus
Fyrir 15 klukkutímum síðan
Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Mest lesið

Ekki missa af