Fókus

Hann kom að kærustunni sinni í rúminu með öðrum manni: Fær hrós fyrir viðbrögðin – „Mér fannst veröld mín hrunin“

Kristjón Kormákur Guðjónsson skrifar
Fimmtudaginn 18. maí 2017 14:27

Hvað myndir þú gera ef þú kæmir að sambýliskonu þinni í fasta svefni við hliðina á annarri manneskju? Öskra, láta öllum illum látum? sækja vopn? Keyra fram af næsta brú? Hver sem ákvörðunin yrði, þá væri ein af þeim líklega ekki sú að taka mynd af þér með manneskjunni sem var að halda fram hjá þér og viðhaldinu. En hvort sem þú trúir því eða ekki, þá brást Duston Holloway akkúrat við á þennan hátt eftir að hafa komið að (fyrrverandi) kærustu sinni sofandi við hliðina á öðrum manni.

Þannig hefst lauslega þýdd frásögn sem má finna á einum vinsælasta miðli heims, boredpanda.com.

„Augnablikið þegar þú kemur heim og það er annar maður með konunni sem þú eitt sinn elskaðir,“ skrifaði Holloway sem er 23 ára og býr í Killeen, Texas. Holloway birti myndirnar á Facebook og bætti við á kaldhæðinn hátt „Almennilegir menn eiga skilið góðar konur.“

Hann fjarlægði myndirnar fljótlega. Á þeim stutta tíma sem þær voru á samfélagsmiðlum tók einn vina hans á Facebook skjáskot og birti á Twitter. Eftir það fór sagan á flug um samfélagsmiðla. Viðbrögðin voru blendin. Flestir hrósuðu þó Holloway á meðan aðrir gagnrýndu hann fyrir að birta myndirnar opinberlega.

Fjarlægði myndirnar en einhver vina hans tók afrit. Síðan fóru myndirnar á flug.
umdeild mynd Fjarlægði myndirnar en einhver vina hans tók afrit. Síðan fóru myndirnar á flug.

„Mig langaði að ganga frá honum en síðan tók ég mynd af þeim í mestu rólegheitum og gekk burt,“ sagði Holloway, bætti við og sló á létta strengi: „Ég ýtti aðeins við henni til að reyna vekja hana en hún var dauðadrukkinn og rumskaði ekki. Ég ætlaði að spyrja hana hvort ég ætti að sofa í gestaherberginu og hvernig morgunmatur væri í uppáhaldi hjá gaurnum.“

Eftir að myndirnar birtust á samfélagsmiðlum tóku fjölmiðlar við sér. Holloway tjáði sig um svipað leiti á Facebook og greindi frá því að honum hefði borist þúsundir skeyta frá fólki víðs vegar úr heiminum sem óskaði honum til hamingju með að hafa haft stjórn á sér og gengið burt án þess að að gera eitthvað sem hann myndi sjá eftir.

„Ég er í skýjunum með viðbrögðin eftir að ég greindi frá þessu. Mér fannst veröld mín hrunin, ég var í ástarsorg en eftir allan stuðninginn sem ég hef fengið á Facebook og frá vinum og fjölskyldu, langar mig að þakka ykkur öllum. Heimurinn er ekki eins slæmur og ég hélt,“ sagði Holloway og bað um leið fólk að gefa hans fyrrverandi grið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af