fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Guðný afþakkaði afmælisgjafir á eins árs afmæli dóttur sinnar

Safnaði þess í stað 250 þúsund krónum fyrir vökudeild Landspítalans

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst að foreldrar ættu oftar að gera eitthvað svona,“ segir Guðný María Waage, sem gaf vökudeild Landspítalans 250 þúsund krónur sem hún safnaði í tilefni eins árs afmælis dóttur sinnar, Arnheiðar Maríu Hermannsdóttur þann 22. apríl síðastliðinn. Arnheiður fæddist með lungnaháþrýsting og dvaldi á vökudeildinni í þrettán daga áður en hún þótti nógu hraust til að fara heim með foreldrum sínum, sem fóru heim rúmri viku á undan henni.

Afþakkaði áþreifanlegar gjafir

Guðný fékk þá hugmynd að afþakka áþreifanlegar gjafir og biðja fjölskyldu og vini þess í stað að styrkja deildina um síðustu jól. Hún ákvað svo að láta af þessu verða eftir að langamma Arnheiðar stofnaði reikning fyrir málefnið og lagði inn 30 þúsund krónur, segir hún og bætir við: „Dóttir mín hefur ekkert við afmælisgjafir að gera. Henni þykir gjafapappírinn miklu meira spennandi en það sem svo leynist í pakkanum.“

Þegar Arnheiður fæddist grunaði engan að hún væri með lungnaháþrýsting. Því þurfti hún að vera í öndunarvél í viku. „Ég fékk ekki að sjá hana fyrr en hún var orðin sex klukkustunda gömul. Ég fékk hana heldur ekki í fangið fyrr en hún var orðin þriggja daga gömul. Þetta var mjög erfið lífsreynsla og snerti alla í fjölskyldunni.“

Mynd: Þorkell Sigvaldason
Arnheiður afhenti gjöfina á afmælisdaginn sinn. Mynd: Þorkell Sigvaldason

Mynd: Thorkell Sigvaldason

Það sem Guðnýju þótti hvað erfiðast í veikindum dóttur sinnar var að þurfa að skilja hana eftir á spítalanum. „Auðvitað ættu að vera miklu fleiri foreldraherbergi á spítalanum. Það tekur afskaplega á að skilja svona pínulítil kríli eftir. Maður var mættur eldsnemma á morgnana og svaf heima með símann í höndinni.“

Endurnýja foreldraherbergið

Peningagjöfin vill Guðný að verði notuð til að endurnýja foreldraherbergið sem þau dvöldu í fyrstu sólarhringana eftir að Arnheiður kom í heiminn. „Rúmið var pínulítið, afar óþægilegt sjúkrarúm, og fjarstýringin á sjónvarpinu var týnd. Það er kominn tími til að laga þetta.“

Mynd: Fríða Ágústsdóttir
Arnheiður fæddist með lungnaháþrýsting Mynd: Fríða Ágústsdóttir

Guðný kveðst alls ekki hafa búist við því að svo há upphæð myndi safnast. „Hjúkrunarfræðingnum, sem tók á móti okkur, brá líka. Þetta var yndisleg stund og ég mæli svo sannarlega með því að fólk geri eitthvað svona í stað þess að fylla heimilið af barnadóti sem annaðhvort týnist eða barnið leikur sér ekki með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“