Fókus

Jóhann var hætt kominn eftir að hann vann yfir sig

„Við getum gengið fram af okkur án þess að vita það”

Kristín Clausen skrifar
Miðvikudaginn 19. apríl 2017 23:07

„Í morgun upplifði ég í erfiðustu lífsreynslu sem ég hef lent í. “Þetta segir Ellen Ýr Gunnlaugsdóttur en maðurinn hennar, Jóhann Már Kristinsson, var á dögunum hætt kominn eftir að hann ofgerði sér. Ellen og Jóhann, sem eru búsett á Dalvík, vilja vekja athygli á þessari óhugnanlegu lífsreynslu þar sem þau grunar að margir gætu verið í svipaðri stöðu og Jóhann án þess þó að átta sig á því.

Hélt að Snickers myndi bjarga málunum

„Í raun er hægt að segja að Jói hafi verið að drepa sig á allt of mikilli vinnu, hörku, og skóla,” segir Ellen en Jóhann er í þremur vinnum og námi auk þess sem þau eiga tæplega átta mánaða dóttur. Þá mætir Jóhann regulega í ræktina en þar hneig hann niður eftir æfingu síðastliðinn fimmtudagsmorgun. 13. apríl. Vikuna á undan hafði Jóhann fundið fyrir mikilli þreytu en líkt og svo oft áður harkaði hann af sér.

„Ég fann áður en ég fór á æfinguna að ég var illa fyrir kallaður. En ég hef verið verri og farið á æfingu. Ég gat samt ekki tekið á því eins og ég hefði óskað. Í síðustu endurtekningunni fann ég hvernig líkaminn lamaðist. Ég hljóp út og hélt að ég væri að fá asmakast. Síðan ældi ég þrisvar sinnum og þá datt mér í hug að ég væri með blóðsykursfall. Hélt ég þyrfti bara að fá eitt Snickers til að koma líkamanum aftur í stand. En svo var alls ekki raunin,“ segir Jóhann sem fann allt í einu fyrir því að fætur hans voru byrjaðir að gefa sig.

Í framhaldinu lagðist hann niður í götuna og fann yfirgnæfandi sársauka um allan líkamann. Svo man Jóhann ekki meira fyrr en hann rankar við sér í sjúkrabíl sem átti að flytja hann til Akureyrar.

Sjúkrabíllinn bilaði

Um þessa ömurlegu lífsreynslu segir Ellen. “ Eftir að Jói hneig niður var hann rifinn upp úr jörðinni og settur inn í bíl. Ég hélt við Jóa þegar hann missti meðvitund. Við héldum að við værum að fara að hefja endurlífgun.”

Á meðan á þessu stóð var hringt á Neyðarlínuna og kallað eftir sjúkrabíl. “Ég stóð stjörf, dofin og talaði við manninn á neyðarlínunni sem aðstoðaði okkur við að komast í gegnum þessar mínútur á meðan við biðum eftir lækni og sjúkrabíl.”

Ellen segir að erfiðasta augnablikið hafi verið þegar Jóhann missti aftur meðvitund. “Bringan stóð kyrr. Við fundum engan púls. Maðurinn í símanum spurði hvort hann væri byrjaður að blána. Ef svo væri þyrftum við að hefja endurlífgun. Að lokum tók hann þó aftur við sér.”

Þakklát fyrir að allt fór vel
Jóhann og Ellen ætla að gifta sig í sumar Þakklát fyrir að allt fór vel

Mynd: Úr einkasafni

Eftir að Jóhann var kominn í sjúkrabílinn hélt hann áfram að detta inn og út úr meðvitundarleysi. Svo óheppilega vildi til að sjúkrabílinn bilaði rétt fyrir utan Dalvík á leið til Akureyrar.

“Það kviknaði í húddinu á bílnum. Svo við urðum stop og þurftum að bíða í 20 mínútur eftir bíl frá Akureyri.”

Líf í húfi

Jóhann segir skrítið að hugsa til þess að sjúkrabifreiðin, sem er notuð í Dalvík, sé orðin svo gömul að líf sjúklinga gæti verið í húfi. „Þessar auka 20 mínútur sem við þurftum að bíða hefðu getað skipt öllu máli. Hvað ef bílinn hefði verið að flytja einhvern sem, til dæmis, hefði fengið hjartaáfall eða heilablóðfall?“

Á meðan beðið var eftir nýjum sjúkrabíl missti Jóhann ítrekað meðvitund. Á milli vonar og ótta sat Ellen og beið eftir því að ástand hans lagaðist. “Ég skyldi ekkert hvað væri í gangi og hugsaði með mér hvort ég væri ekki örugglega að fara að gifast þessum manni. Já spurningarnar voru vondar og sárar.”

Eftir Jóhann kom á sjúkrahúsið á Akureyri fór honum að líða betur og náði fullri meðvitund. Eftir ótal rannsóknir fundu læknarnir út að það eina óeðlilega í blóði Jóhanns var að koristól, sem er streituhormón, var óeðlilega hátt.

„Ég lenti semsagt á þessum fræga vegg,“ segir Jóhann sem vinnur nú að því að lágmarka streituna í lífi sínu. „Ég held að lærdómurinn sem ég tek út úr þessu er að heilsan er töluvert verðmætari en peningar.

Pikkið í ykkar fólk

Ellen segir Jóhann vera duglegasta mann sem hún þekkir. Hann fari samt svo lúmskt með það því hann talar aldrei um að það sé mikið að gera hjá honum.

Tekur því róleg með dóttur sinni
Nokkrum dögum eftir að Jóhann hneig niður eftir æfingu Tekur því róleg með dóttur sinni

Mynd: Úr einkasafni

„Hvers virði er það þegar um líf er ræða? Ég held að við séum alltof mörg með óraunhæfar kröfur á okkur sjálf. Við viljum vera í öllu, sinna öllu 150% og yfirhöfuð reyna töluvert meira en líkami okkar leyfir. Ég veit af nýlegu dæmi þar sem maður missti meðvitund og vaknaði ekki aftur.”

Þá segir Ellen að lokum: „Pælið aðeins í þessu. Eins kaldhæðnislega og það hljómar þá getum við gengið fram af okkur sjálfum án þess að vita það. Munið að hvíla. Það þurfa allir svefn og það þurfa allir frí. Pikkið í ykkar fólk ef ykkur finnst það vera að ofgera sér. Það er betra á meðan við getum stoppað það.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fyrir 1 klukkutíma síðan
Jóhann var hætt kominn eftir að hann vann yfir sig

María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Fókus
Fyrir 1 klukkutíma síðan
María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

FókusFréttir
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum síðan
Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum síðan
„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum síðan
Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum síðan
Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Fókus
Fyrir 14 klukkutímum síðan
Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Mest lesið

Ekki missa af