fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Harry Prins opnar sig: Ég tókst ekki á við dauða móður minnar

Segist hafa stungið höfðinu í sandinn og oft verið nærri því að fá algjört taugaáfall

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. apríl 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Bretaprins opnar sig í viðtali við breska dagblaðið Telegraph um hvernig hann tókst á við dauða móður sinnar, Díönu Prinsessu árið 1997.

Harry var 12 ára gamall þegar móðir hans lést í bílslysi og heimsbyggðin syrgði eina vinsælustu og dáðustu konu síns tíma. Nú, tuttugu árum síðar, segir Harry að hann hafi ekki tekist á við áfallið sem skyldi.

Hann segir að það hafi þurft tvö ár af algjörri ringulreið í lífi hans, þegar hann var um tvítugt, til að hann áttaði sig á að hann þyrfti sérfræðihjálp og ráðgjöf.

„Ég get með sanni sagt að það að missa mömmu mína tólf ára gamall, og að slökkva á tilfinningum mínum í kjölfarið undanfarin tuttugu ár, hefur haft alvarlegar afleiðingar. Ekki aðeins á mitt persónulega líf heldur störf mín líka.“

Harry segir að árum saman hafi hann tekist á við dauða móður sinnar með því að „stinga höfðinu í sandinn og neita að hugsa um hana. Ég hugsaði bara: Hvernig myndi það hjálpa?“

Harry telur að hann hafi oft verið nærri því að fá „algjört taugaáfall“ en að Vilhjálmur prins bróðir hans og aðrir nákomnir hafi hvatt hann til að leita sér aðstoðar.

Nú sé hann reynslunni ríkari og vonar að reynsla hans nýtist honum til að hjálpa öðrum að leita sér aðstoðar þegar svartnætti andlegra veikinda sæki þá heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar