Fókus

Hafþór stundar ekki kynlíf fyrir keppni: „Ég vil halda spennunni inni í mér“

„Ég vil passa það eins og ég get að losa ekki um spennu rétt fyrir keppni“

Auður Ösp skrifar
Fimmtudaginn 13. apríl 2017 09:11

Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn og leikari, er í einlægu viðtali í páskablaði DV. Í viðtalinu er komið víða við og kemur Hafþór meðal annars inn á það að hann stundar ekki kynlíf áður en keppir í aflraunum.

Hér að neðan birtist stutt brot úr viðtalinu sem má lesa í heild sinni í páskablaði DV.


Það er full vinna, og rúmlega það, að vera kraftajötunn. „Ég held að fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir því hvað það fer mikill tími í æfingar og mataræði og keppnir og að jafna sig inni á milli. Það er svo margt sem þarf að gera. Hver einasti klukkutími, hver einasta máltíð skiptir máli. Svefn, slökun, þetta telur allt. Það er enginn að fara að sjá mig úti klukkan tólf næstu sex vikur af því að ég er að farinn að sofa á slaginu ellefu. Ef ég stend ekki við þetta þá líður mér illa og finnst ég vera að svíkja sjálfan mig. Þetta er allt annað en auðvelt, en þetta er það sem maður gerir ef maður vill vera topp íþróttamaður.“

Hann bætir því við að það sé mikil hvatning fyrir hann að vera innan um fólk sem er svipað þenkjandi og hann sjálfur. Hann nefnir crossfit-íþróttakonur á borð við Annie Mist sem dæmi. „Ég fæ innblástur þegar ég er ennan um þær, þetta eru allt svo svakalega duglegar og flottar stelpur. Þær hafa svipaðan metnað og ég sjálfur, og gera næstum ekkert annað en að æfa, borða og sofa.“

Hafþór er með ákveðna reglu í hvert sinn sem hann keppir, reglu sem hann tekur mjög alvarlega. „Ég vil passa það eins og ég get að losa ekki um spennu rétt fyrir keppni. Þess vegna stunda ég aldrei kynlíf seinustu þrjá dagana fyrir keppni. Það er bara „no sex time.“ Ég vil halda spennunni inni í mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af