fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Lífsgæðakapphlaupið enn harðara í Póllandi en á Íslandi

Bæði Íslendingar og Pólverjar leggja mikið upp úr góðu fjölskyldulífi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 26. mars 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég kom hingað til að verða barnfóstra hjá íslenskri fjölskyldu – au pair. Þetta var í janúar, það var ofboðslega kalt, allt of mikill vindur, og það var svo dimmt.

Mér leist ömurlega á þetta og ætlaði heim eftir viku. En svo ákvað ég að þrauka og klára starfssamninginn við fjölskylduna sem var níu mánuðir,“ segir Aneta Matuszewska, sem kom til Íslands frá Póllandi fyrst árið 2001. Hana óraði ekki fyrir því að 16 árum síðar byggi hún enn á landinu.

Náttúran í Póllandi er öðruvísi

Aneta segir að bæði Íslendingar og Pólverjar leggi mikið upp úr góðu fjölskyldulífi og að fjölskyldan eigi gæðastundir saman. Enn fremur séu báðar þjóðir miklir náttúruunnendur. „Náttúran í Póllandi er öðruvísi að því leyti að þar eru miklu meiri skógar. Í Póllandi höfum við þetta allt, sjó, fjöll og skóga.“

„Ég myndi hins vegar segja að það sé meiri streita í Póllandi en á Íslandi og lífsgæðakapphlaupið enn harðara. Fólk leggur mikið upp úr að eignast hluti til að ganga í augun á nágrannanum.

Lífskjör betri á Íslandi

Á sama tíma getur þetta land ekki veitt mér vinnu við hæfi og ég get ekki fengið lán þar til að kaupa húsnæði. Það finnst mér sorglegt. Í heildina eru lífskjör betri á Íslandi.“

Aneta segir hins vegar að líklega séu Pólverjar heldur agaðri og skipulagðari en Íslendingar. Hjalti skýtur inn í að „þetta reddast“-hugsunarhátturinn sem margir telja útbreiddan hér á landi sé Pólverjum framandi.

Í helgarblaði DV er ítarlegt viðtal við Anetu.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=sywhCFlVWu4&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar