fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Katrín Sif náði markmiði sínu: Heimsótti 200 lönd fyrir þrítugt

Skipulagði heillar viku afmælisfögnuð í síðasta landinu, Máritíus

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 21. mars 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur dögum fyrir þrítugsafmælið sitt lenti Katrín Sif Einarsdóttir á eyjunni Máritíus í Indlandshafi. Þar með taldi hún sig hafa náð markmiði sínu, sem var að ferðast til tvö hundruð landa áður en hún yrði þrítug. „Þegar ég fagnaði áfanganum á samfélagsmiðlum þá fóru vinir mínir að renna yfir listann minn og þá kom í ljós að ég hafði talið vitlaust. Máritíus var land númer 201 sem ég heimsótti,“ segir Katrín Sif og hlær. Hún var stödd í smáríkinu Lesótó þegar DV náði tali af henni. „Ég hef aldrei komið hingað áður og er á leiðinni í útreiðatúr,“ segir ævintýrakonan.

Óhætt er að fullyrða að Katrín Sif sé einn víðförlasti núlifandi Íslendingurinn, en hún kom fram í helgarviðtali DV í lok síðasta árs og sagði frá ævintýralegum lífsstíl sínum. Þar kom fram að hún hefði ferðast til 197 landa og hafði því aðeins nokkra mánuði til þess að ná markmiði sínu. Þrítugsafmælið nálgaðist óðfluga.

Í stuttu máli felst lífsstíll Katrínar Sifjar í því að hún safnar sér farareyri með því að vinna við ferðaþjónustu á Íslandi yfir sumarmánuðina en síðan flýgur hún af landi brott og ferðast um heiminn. Hún er virk í samfélagi sófahoppara (e. couchsurfers) þar sem hægt er að fá ókeypis gistingu í heimahúsum í hverju landi. „Þetta er mjög skemmtilegur ferðamáti og maður kynnist innfæddum mun betur og þar með menningu landsins,“ sagði Katrín Sif, sem ferðast yfirleitt ein til þess að geta hagað ferðalaginu eftir eigin höfði. Ýmis ævintýri hafa á daga hennar drifið sem hún deildi með lesendum DV, meðal annars óvæntu hjónabandi með Masaai-stríðsmanni og hrakningar á bensínlausum smábát við strendur Gíneu-Bissau.

Áfanginn náðist óafvitandi á Seychelles-eyjum

Síðustu þrjú löndin sem Katrín Sif ákvað að ferðast til voru þrjár eyjar í Indlandshafi; Réunion, sem tilheyrir Frakklandi, Seychelles-eyjar og Máritíus. Hún flaug til Réunion frá París og þar dvaldi hún í nokkra daga og varð meðal annars vitni að eldgosi í eldfjallinu Piton de Fournaise, sem þykir víst ekkert tiltökumál á þessum slóðum. Frá Réunion fór hún til Madagaskar, sem hún hafði heimsótt áður, en þaðan flaug hún til Seychelles-eyja og rannsakaði þá paradís í rúma viku, óafvitandi að hún hafði náð áfanganum langþráða. Hún fékk að gista nokkra daga hjá innfæddum í gegnum samfélag sófahoppara en leyfði sér nokkra daga lúxushóteli.

Eins og áður segir þá ferðast Katrín Sif helst ein en annar háttur var hafður á þegar hún náði áfanganum í Máritíus. Þau tímamót voru aðeins þremur dögum fyrir þrítugsafmæli hennar og því hafði Katrín Sif skipulagt afmælisviku í landinu með þó nokkrum fyrirvara og hvatti nokkra vini sína frá ýmsum heimshornum til þess að ferðast þangað og fagna með henni. Alls mættu níu vinir og var hópurinn æði fjölbreyttur. Þar má nefna líbanskan skemmtikraft frá París, þýskan áhugamann um hesta, hvítrússneskt kærustupar, bandarískan fyrrverandi herbergisfélaga úr háskóla í Washington sem og landsliðskokkinn Þráin Frey Vigfússon.

„Hvergi nærri hætt að ferðast“

„Vikan var alveg frábær enda gat ég ekki haft skemmtilegri ferðafélaga með mér. Við vorum dugleg að ferðast um eyjuna og vorum sérstaklega hrifin af ströndunum sem voru gullfallegar. Þá vorum við dugleg að kynna okkur vínframleiðslu eyjaskeggja,“ segir Katrín Sif. Á heimasíðu hennar, Nomadic Cosmpolitan, fjallar Katrín Sif um ævintýri sín sem eru rétt að hefjast. Eftir vikuna í Máritíus var förinni heitið til Suður-Afríku þar sem markmiðið var að heimsækja smáríkin Lesótó og Svasílandi í fyrsta sinn. „Eftir það mun ég fara til Mósambík en þangað hef ég aldrei komið. Ég er hvergi nærri hætt að ferðast,“ segir Katrín Sif.

Skilgreiningaratriði

Þess ber þó að geta að það er skilgreiningaratriði hversu mörg lönd eru til í heiminum. Samkvæmt lista yfir aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna eru 195 sjálfstæð lönd til í veröldinni. 193 lönd eru fullgildir meðlimir Sameinuðu þjóðanna en tvö, Vatíkanið og Palestína, hafa áheyrnarfulltrúa hjá SÞ. Nálgun Katrínar Sifjar varðandi talninguna er þó með nokkrum öðrum hætti. Til dæmis telur hún Grænland og Færeyjar sem lönd þrátt fyrir að þau heyri undir Danmörku. Þá telur hún einnig England, Skotland, Wales, Norður-Írland og eyna Mön sem lönd í stað þess að þau flokkist aðeins sem Bretland. Með þessa skilgreiningu Katrínar Sifjar að vopni þá má segja að lönd heimsins séu yfir 230 talsins. Það er því nóg eftir af áfangastöðum fyrir hinn víðförla Íslending.

Löndin sem Katrín Sif hefur heimsótt

Afganistan, Albanía, Ameríska Samóa, Andorra, Angvilla, , Antígva og Barbúda, Argentína, Armenía, Arúba, Aserbaídsjan , Austur-Kongó, Austur-Tímor, Austurríki, Bahamaeyjar, Bandaríkin, Bandarísku jómfrúaeyjar, Barein, Barbados, Belgía, Belís, Benín, Bólivía, Bonaire, Bosnía og Hersegóvína, Botsvana, Brasilía, Bresku jómfrúaeyjar, Brúnei, Búlgaría, Búrkína Fasó, Búrúndí, Cayman-eyjar, Cook-eyjar, Curacao, Danmörk, Djibútí, Dóminíka, Dóminíska lýðveldið, Ekvador, Egyptaland, El Salvador, England, Eistland, Eþíópía, Færeyjar, Fídjíeyjar, Filippseyjar, Finnland, Fílabeinsströndin, Frakkland, Franska Gvæjana, Franska Pólýnesía, Gana, Gambía, Georgía, Grikkland, Grænland, Grenada, Grænhöfðaeyjar, Gvadelúpeyjar, Gvam, Gvatemala, Gínea, Gínea-Bissá, Gvæjana, Haítí, Holland, Hollensku Antillaeyjar, Hondúras, Hong Kong, Hvíta-Rússland, Indland, Indónesía, Íran, Írland, Ísland , Ísrael, Ítalía, Jamaíka, Japan, Jórdanía, Kambódía, Kanada, Katar, Kenía, Kíribatí, Kína, Kósóvó, Kosta Ríka, Kólumbía, Króatía, Kúba, Kúveit, Kýpur, Lettland, Líbanon, Líbería, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Makedónía, Madagaskar, Malasía, Malí, Malta, Marshalleyjar, Martíník, Máritanía, Máritíus, Mexíkó, Míkrónesía, Moldavía, Mónakó, Mongólía, Marokkó, Mjanmar, Mön, Namibía, Nárú, Nepal, Nýja-Kaledónía, Nýja-Sjáland, Níkaragva, Nígería, Niue, Norður-Kórea, Norður Írland, Norður Maríana-eyjar, Noregur, Óman, Pakistan, Palá, Palestína, Panama, Papúa Nýja-Gínea, Paragvæ, Perú, Pólland, Portúgal, Púertó Ríkó, Réunion, Rúmenía, Rússland, Rúanda, Saint Barthélemy, Salómonseyjar, Sameinuðu Arabísku furstadæmin, Sankti Kristófer og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Martin (franski hlutinn), Sankti Vinsent og Grenadíneyjar, Samóa, San Marínó, Sádi-Arabía, Skotland, Senegal, Serbía, Seychelleseyjar, Síerra Leóne, Simbabve, Singapúr, Sint Maarten, Sint Eustatius og Saba, Síle, Slóvakía, Slóvenía, Sómalía, Suður-Afríka, Suður-Kórea, Spánn, Srí Lanka, Súdan, Suðurskautslandið, Súrínam, Svalbarði og Jan Mayen, Svíþjóð, Sviss, Taíland, Taívan, Tansanía, Tékkland, Tonga, Tógó, Trínídad og Tóbagó, Turks- og Caicoseyjar, Túvalú, Túnis, Tyrkland, Ungverjaland, Úganda, Úkraína, Úrúgvæ, Svartfjallaland, Vanúatú, Vatíkanið, Venesúela, Vestur-Sahara, Víetnam, Wales, Þýskaland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“