fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Brynjar: „Ég sæti einelti af hálfu Smartlands“

Auður Ösp
Sunnudaginn 19. mars 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er lítt hrifin af Smartlandinu á mbl.is og þær fréttir sem birst hafa um hann á vefsvæðinu undanfarið. Gengur Brynjar jafnvel svo langt að saka Mörtu Maríu, umsjónarmanns Smartlandsins um einelti.

Í grein Smartlands á dögunum var sagt frá því að Brynj­ar hefði farið í heilsu­fars­mæl­ingu í líkamsræktarstöðinni Hreyfingu en mælingin var Brynjari ekki beinlínis hagstæð. Notast var við svokallað Boditrax-tæki.

„Boditrax-tækið seg­ir að heilsu­farið sé eins og hjá 70 ára manni, en Brynj­ar er ekki nema 56 ára,“ segir í grein Smartlands og þá kemur fram á öðrum stað.

„Brynj­ar þarf þó ekki að ör­vænta því með því að byrja að hreyfa sig og taka aðeins til í mataræði sínu get­ur heil­mikið gerst.“

Eitthvað virðast ummæli smartlands hafa farið fyrir brjóstið á Brynjari sem ritar í færslu á facebooksíðu sinni:

„Ég sæti einelti af hálfu Smartlands. Þar er haldið fram að ég búi í 70 ára gömlum líkama og vitnað í ónýta tölvu.“

Brynjar skilur heldur ekki hvers vegna fagrir lokkar hans eru ekki gerðir að umfjöllunarefni á Smartlandinu.

„Svo kemst ég ekki á lista stjórnmálamanna með fallegasta hárið, sem er með miklum ólíkindum.“

Þá spyr Brynjar hvort Smartland hyggist jafnvel ganga svo langt að sniðganga hann þegar kemur að því að velja kynþokkafyllstu stjórnmálamenn landsins.„ Þá verða þau fullkomlega ómarktæk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“