fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Kristín er brjáluð: Langar að búa áfram á Íslandi en það er eitt sem stoppar hana

Fara að renna á mann tvær grímur „þegar miðaldra kallar í jakkafötum ryðja brautina fyrir aðeins yngri kalla í jakkafötum

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. mars 2017 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef haldið til í þessu sama herbergi í næstum því 9 ár. Og það er ekkert fararsnið á mér,“ segir Kristín Ólafsdóttir, ung og einhleyp íslensk kona, sem hefur áhyggjur af stöðu mála á Íslandi.

Kristín ritar kröftugan pistil í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni: „Ég er brjáluð“.

Þar gerir hún stöðu mála á húsnæðismarkaðnum að umtalsefni en Kristín byrjar pistilinn á þeim orðum að hún hafi tekið til í herberginu sínu á dögunum. „Ég losaði mig við bílfarma af drasli og endurraðaði húsgögnum. Vistarverurnar hafa sjaldan verið heimilislegri.“

Eins og að framan greinir hefur hún haldið til í umræddu herbergi í tæp níu ár og eins og staðan er í dag er það ekki að fara að breytast.

Sjá einnig:
Viljum við eiga þetta met?
Launahækkanir, vöxtur og fjölgun starfa keyrir upp húsnæðisverð

„Það er eins gott að ég komi mér kirfilega fyrir heima hjá mömmu og pabba. Hér verð ég líklega í 9 ár í viðbót.“

Níu ár í viðbót

„Ég er ung, einhleyp og í námi. Það er eins gott að ég komi mér kirfilega fyrir heima hjá mömmu og pabba. Hér verð ég líklega í 9 ár í viðbót,“ segir Kristín sem bætir við að hana langi að búa sér framtíð á Íslandi.

„En þegar ráðamönnum virðist alveg ógeðslega drullusama um þessa framtíð – þegar miðaldra kallar í jakkafötum ryðja brautina fyrir aðeins yngri kalla í jakkafötum, sem stofna fjárfestingarsjóði og sjóðastýringafyrirtæki og leigufélög og sópa til sín öllum íbúðum sem mig langar að búa í – þá fara að renna á mann tvær grímur.

Þegar leiguverð hækkar. Námslán lækka á móti. Þegar íbúðaverð rís upp úr öllu valdi. Þegar vilji minn til áframhaldandi búsetu á þessu landi dvínar, verður nánast að engu, þá er stórkostlega illt í efni.“

Vont að upplifa sig máttlausan

Kristín segir að það sé ömurlegt að upplifa sig algjörlega máttlausan. „Það er ömurlegt að horfa upp á óhugnanlega fáa menn hafa bein og letjandi og eyðileggjandi áhrif á líf manns áður en það byrjar fyrir alvöru,“ segir Kristín hefur áhyggjur af stöðunni eins og fleiri.

„Ég er reið. Meira en það. Ég er eiginlega alveg rasandi brjáluð. Og ég er áhyggjufull. Og mig langar að vita hvort einhver ætli að gera eitthvað í þessu. Því ég get alveg eins farið og skapað mér framtíð einhvers staðar annars staðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki