fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Tölvu Ingunnar var stolið fyrir framan Smáralindina

Þakklát lögreglumanninum sem var næstum jafn glaður og hún þegar þjófurinn var handsamaður

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 16. febrúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mínar heilladísir voru klárlega yfir mér þarna,“ segir Ingunn Björg Sigurjónsdóttir sem lenti í því leiðindaatviki að tölvunni hennar var stolið úr bíl fyrir framan Smáralindina síðastliðinn þriðjudag. Ingunn sem geymir tölvuna aldrei í bílnum gerði undantekningu í þetta skiptið en á þeim klukkutíma sem hún var inni í verslunarmiðstöðinni fór þjófur inn í bílinn og stal tölvunni. Þegar Ingunn var búin að gefa upp vonina um að fá tölvuna aftur fannst hún.

Barnamyndir og námsgögn

„Ég passa alltaf að læsa bílnum mínum og staldra yfirleitt við til að sjá hann blikka og fullvissa mig um að hann sé læstur. Þegar ég hinsvegar kom út úr Smáralindinni og settist inn í bíl tók ég strax eftir að hólfið á milli sætanna var opið og greinilegt að einhver hafði farið inn í bílinn.“

Ingunn tók strax eftir því að búið var að stela tölvunni hennar sem er glæný. Ingunn er fasteignasali og námsmaður. Tölvan geymir því allt sem tengist náminu. Þá var hún með mikið magn af fjölskyldumyndum á tölvunni.

„Ég hef alltaf burðast með hana með mér inn hvert sem ég hef farið nema í þetta eina sinn. Hversu ólíklegt er það að lenda í því að henni sé stolið á einum klukkutíma á þessum eina degi sem að ég skil hana eftir út í bíl.“

Í framhaldinu hringdi Ingunn á lögregluna og lögreglumaður mætti á svæðið til að taka af henni skýrslu.

„Hann gat ekki séð nein ummerki um skemmdir á bílnum sem benti til þess að bíllinn hefði ekki verið læstur og ég fengi þá líklega skaðann ekki bættan. Hann var eiginlega jafn leiður og ég,“ segir Ingunn sem er gríðarlega ánægð með viðmót lögreglumannsins sem sýndi mikla samkennd við þessar leiðinlegu kringumstæður.

Vill hrósa lögreglumanninum

Þá fékk Ingunn að vita að það eru ekki öryggismyndavélar í bílastæðahúsinu við Smáralindina á því svæði sem hún lagði bílnum. Því væri ekki hægt að sjá hver hefði verið að verki.

„Öryggisvörðurinn sagði mér líka að myndavélarnar væru hvort sem er svo lélegar að það það myndu yrði erfitt að greina manneskjuna.“

Þegar Ingunn var alveg búin að gefa upp á bátinn að hún fengi tölvuna aftur og farin úr Smáralindinni fékk hún símtal frá lögreglumanninum sem var búinn að handsaman þjófinn og leggja hald á tölvu.

„Það var tölvan mín. Þú trúir því ekki hvað þetta var mikill léttir. Þá langar mig að hrósa Þórði lögreglumanni fyrir frábær vinnubrögð. Hann var næstum því jafn glaður og ég með þessi frábæru málalok.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar