Fókus

Þess vegna mæta sumir alltaf of seint

Það er ekki alltaf við einstaklinginn að sakast

Kristín Clausen skrifar
Mánudaginn 13 febrúar 2017 21:30

Flestir þekkja einhvern sem er mætir yfirleitt of seint. Flest getum við líka verið sammála um að þessi ávani er einstaklega leiðinlegur. Þessi týpa af fólki mætir oft of seint í vinnuna, í fjölskylduboð, til tannlæknis eða einfaldlega að sækja barnið á leikskólann eftir að hafa, að sjálfsögðu, mætt með það of seint. Þá má ekki gleyma vinnufélaganum sem getur með engu móti skilað verkefnum af sér á réttum tíma.

Ef þessi lýsing á við þig eða einhvern nákomin þér ættir þú að lesa áfram.

Hvað á þetta fólk sameiginlegt?

Óstundvíst fólk er alls ekki latt og dónalegt. Þrátt fyrir að auðvelt sé að segja að fólk með þennan leiða ávana sé óskipulagt og skorti samkennd með öðru fólki þá er Það alls ekki svo einfalt.

Harriet Mellote, hegðunarráðgjafi og sálfræðingur í London segir í bókinni Never Be Late Again eða Aldrei aftur seinn að óstundvíst fólk sé yfirleitt meðvitað um þennan slæma ávana og flestum líði illa og skammist sín þegar það mætir of seint. Þrátt fyrir það á þessi hópur fólks í miklum erfiðleikum með að stjórna tíma sínum.

Þá segir hún að fólk sem sé oft seint sé iðulega með félagslega samþykktar afsakanir á hreinu. Það víli sér til dæmis ekki að ljúga um að hafa lent í smávægilegu slysi, óhappi eða veikindum.

Of gáfaðir

Þá kenna óstundvísir því oft um að þeir séu einfaldlega of gáfaðir og hafi of margt á sinni könnu til að geta haldið í við svo borgaralegar skyldur á borð við stundvísi.

Þá segir í viðtali við Harriet á BBC að það að vera óstundvís sé ekki alltaf einstaklingnum sjálfum að kenna. „Það er ekki þér að kenna þó svo að þú sért alltaf og sein/n. Það gæti verið hluti af persónuleikanum þínum.“
Harriett bendir á að óstundvíst fólk eigi það yfirleitt sameiginlegt að vera jákvætt, hafi litla sjálfstjórn, sé haldið kvíða og sæki í áhættu og spennu.

Á sama tíma og óstundvísu fólki er ráðlagt að gera sitt besta til að bæta sig er „fórnarlömbunum“ ráðlagt að setja skýr mörk og standa við þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fókus
Fyrir 24 mínútum síðan
Þess vegna mæta sumir alltaf of seint

Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Fókus
Fyrir 26 mínútum síðan
Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Langar þig í Páskaegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum síðan
Langar þig í Páskaegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Fókus
í gær
Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

í gær
Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

Mest lesið

Rúnar Freyr gjaldþrota

Ekki missa af