Fókus

Stefán Karl: „Þetta myndband fékk mig til að gráta“

Kristjón Kormákur Guðjónsson skrifar
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 12:20

„Þetta myndband fékk mig til að gráta. Ég er ríkur maður,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari um hjartnæmt og fallegt myndskeið sem birt var á Youtube í gær. Þar má sjá aðdáendur Stefáns víða um heim, íslenska og erlenda senda Stefáni Karli kveðjur og óskir um að hann nái fullum bata. Stefán Karl greindist með krabbamein síðastliðið haust og þurfi að leggjast á skurðarborðið. Eftir að æxli var fjarlægt hefur Stefán verið í erfiðri lyfjameðferð.

„Við vitum hversu erfiðir sumir dagar geta verið, þess vegna fékk ég aðdáendur og leikara til að leggja hönd á plóg til að hjálpa þér að komast í gegnum þessa erfiðu tíma,“ segir sá sem útbjó myndskeiðið.

„Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir að vera svona frábær,“ segir ung stúlka í myndskeiðinu og óskar Stefáni bata.

„Vonandi verður nýja árið frábært og þú náir fullum bata,“ segir önnur ung stúlka.

„Kærar þakkir Stefán fyrir að veita aðdáendum þínum innblástur. Þú ert stórfengleg persóna,“ bætir annar aðdáandi við og ljóst að Stefán hefur snert marga í gegnum tíðina. En er hægt að styðja Stefán á hópfjármögnunarsíðunni gofundme.com en þar hafa safnast 13.5 milljón til handa Stefáni.

Stefán Karl felldi tár þegar hann sá myndbandið og sagði: „Kærar þakkir til allra vina minna þarna úti. Ég gæti ekki gert þetta án ykkar.“

Hér má sjá myndskeiðið en enginn ætti að láta það fram hjá sér fara:

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=W05RAa-dQ_8&w=640&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af