Fókus

Ögmundur bauð fólki óvart í dans

Ritstjórn DV skrifar
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 14:19

Væntanlega hafa vinir Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi alþingismanns og ráðherra, rekið upp stór augu þegar hann bauð þeim fyrr í dag að sækja nýársgleði Háskóladansins. Ögmundur, sem hefur ekki orð á sér fyrir að vera sérstakur dansunnandi, skýrir málið í stöðuuppfærslu.

„Nú hafa örlögin hagað því svo að ég tók að bjóða vinum á Nýársgleði Háskóladansins en ætlaði mér – og taldi mig vera – að bjóða á fyrirhugaðan hádegisfund sem ég stend fyrir í Iðnó á laugardag.“ Boðin voru því send út fyrir mistök.

Hann vonast þó til þess að vel verði mætt á nýársgleði dansfólksins „og að sjálfsögðu einnig í Iðnó á laugardag.“

„Svona getur lífið tekið undarlegustu vendingar,“ skrifar hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af