Fókus

Magnús Ingi fór á nektarströnd og birti óviðeigandi myndir á Facebook

Kristjón Kormákur Guðjónsson skrifar
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 12:30

Magnús Ingi Magnús­son, veit­ingamaður, einnig þekktur sem Maggi í Texasborgurum er staddur á spænsku eyjunni Kanarí ásamt eiginkonu sinni Analisa Monticello.

Magnús er matreiðslumeistari og veitingamaður en hann fór sautján ára í Hótel- og veitingaskólann að læra til matreiðslumanns og vann á millilandaskipum áður en hann lærði til kokks á Hótel Sögu. Magnús hefur haldið úti vinsælum þáttum á ÍNN.

Vísir greinir frá því að Magnús hafi farið á nektarströnd á eyjunni og birti hann myndir í gær á Facebook. Ekki er vitað hvort fólkið hafi vitað af myndatökunni en þær eru ekki lengur að finna á Facebook-síðu Magnúsar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af