fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Denzel finnur styrk í trúnni

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 8. janúar 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Denzel Washington hefur tvisvar unnið til Óskarsverðlauna og hlotið fjölda annarra viðurkenninga. Hann er afar trúaður, fer í kirkju og les í Biblíunni. Hann fer ekki í felur með trú sína og segist finna mikinn styrk í henni. Hann les reglulega „orð dagsins“ í kristilegu tímariti og segist reyna að fara eftir þeim boðslap sem þar er að finna.

Washington er leikstjóri myndarinnar Fences og leikur jafnframt aðalhlutverkið. Myndin er byggð á samnefndu Pulitzer-verðlaunaleikriti August Wilson. Washington lék í leikritinu á árum áður og hlaut Tony-verðlaun fyrir túlkun sína á verkamanninum Troy. Nú er hann tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir sama hlutverk í mynd sinni og mótleikkona hans, Viola Davis, er einnig tilnefnd fyrir leik sinn.

Leikarinn tekur ekki undir það að hörundsdökkir leikarar í Hollywood eigi afar erfitt uppdráttar. „Það er meiri vinnu að hafa en nokkru sinni áður,“ segir hann. Hann segir að ef menn séu óánægðir með stöðu svartra í Hollywood eigi þeir hvorki að kvarta né kveina heldur leggja sig fram við að breyta hlutum.

Washington ólst upp í New York þar sem móðir hans rak snyrtistofu. Einn daginn kom skyggn kona inn á stofuna, leit á hinn unga Washington, tók pappírsblað og skrifaði efst á það: „Spádómur“ og fyrir neðan: „Þú átt eftir að ferðast um allan heim og predika yfir milljónum.“ Washington geymir þetta blað ennþá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“