Fókus

Baldvin lætur ekki heilaæxli stöðva sig og hleypur hálft maraþon

Neitar að láta sjúkdóminn stjórna lífi sínu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. ágúst 2016 14:00

Baldvin Rúnarsson er 22 ára gamall Akureyringur sem greindist með heilaæxli fyrir þremur árum. Baldvin hefur þurft að ganga í gegnum erfiðar meðferðir en sjúkdómnum er nú haldi í skefjum. Baldvin viðheldur lífsgleðinni og neitar að láta sjúkdóminn stjórna lífi sínu. Hann hleypur hálft maraþon til styrkar Krabbameinsfélagi Akureyrar og hefur þegar safnað áheitum fyrir meira en milljón króna, eða meira en nokkur annarr þátttakandi.

Baldvin er í viðtali við Akureyri Vikublað. Það segir meðal annars að veikindasagan hafi byrjað með sérkennilegum höfuðverk:

Veikindasaga hans hófst þegar hann fór að finna fyrir undarlegum þrýstingi í höfðinu þegar hann var á sínu síðasta ári í Menntaskólanum á Akureyri. „Þetta var mjög óvenjulegur höfuðverkur sem ágerðist ef ég hnerraði eða hallaði mér fram til að reima skóna mína. Einn morguninn vaknaði ég með mikinn verk og bað mömmu að bóka tíma hjá heimilislækni. Ég á þeim lækni mikið að þakka því þótt hann fyndi ekkert athugavert að mér sendi hann mig í myndatöku. Eflaust hefði einhver greint mig með stíflaðar ennisholur en hann vildi ekki taka áhættuna. Ég var ekki með kvef og lungun voru hrein svo hann vildi láta skoða þetta betur og fyrir það er ég mjög þakklátur.“ Greindur með krabbamein Baldvin var sendur í myndatöku þar sem í ljós kom að eitthvað væri ekki eins og það átti að vera. „Ég var strax sendur suður til að hitta heilaskurðlækna og bóka aðgerð. Í aðgerðinni var tekið sýni sem var sent út í greiningu og greint sem fyrsta og annars stigs æxli, sem hvort tveggja er góðkynja. Ég hélt því mínu striki, sótti um nám við viðskiptafræði við háskóla í Bandaríkjunum og fékk 100% námsstyrk til að spila fótbolta. Haustið 2014 fór ég út en í desember, rétt fyrir jólafríið, fékk ég flogakast og í myndatöku, þegar ég kom heim, komu í ljós breytingar á æxlinu svo ég var sendur í aðra aðgerð. Aftur var tekið sýni og þá kom í ljós að einhver hluti æxlisins var orðinn þriðja og fjórða stigs – sem sagt krabbamein.“

Baldvin hefur nú lokið bæði geisla- og lyfjameðferð og æxlinu er haldið í skefjum. Baldvin þarf að þola ýmis óþægindi vegna sjúkdómsins en kappkostar samt að njóta lífsins. Hann hefur orð á sér fyrir mikla lífsgleði sem ekki hefur dofnað þrátt fyrir erfið veikindi. Baldvin æfir nú 3-4 sinnum í viku fyrir Reykjavíkurmaraþonið en hann var áður efnilegur knattspyrnumaður.

Hann segist aldrei hafa orðið reiður eða bitur yfir þessum örlagadómi þó að vissulega sé þetta ósanngjarnt hlutskipti. Hann kappkostar að halda sínu striki, halda áfram með sitt líf eitt skref í einu. Baldvin hefur hins vegar ekki fundið hjá sér hvöt til að sækja hjálp til sálfræðinga eða mæta á stuðningsfundi sjúklinga:

„Þegar ég var í meðferðinni fyrir sunnan var ég beðinn um það á hverjum degi að fara til sálfræðings en sagði alltaf nei. Allir slíkir bæklingar fóru beint í hanskahólfið og eru þar ennþá. Ég nenni ekki að láta einhvern predika eða lesa yfir mér. Kannski finnst sumum þetta heimskulegt hjá mér en fyrir mér er þetta best. Fólk verður að finna sína leið til að tækla svona.

Sjá nánar fróðlegt viðtal við Baldvin í Akureyri Vikublað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

TÆKNI: Svona horfir þú á íslenska landsliðið á RÚV erlendis

TÆKNI: Svona horfir þú á íslenska landsliðið á RÚV erlendis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Meghan Markle (36) og Elísabet drottning (92): Óaðfinnalega lekkerar vinkonur í opinberri heimsókn

Meghan Markle (36) og Elísabet drottning (92): Óaðfinnalega lekkerar vinkonur í opinberri heimsókn
Fyrir 4 dögum

Dóra kláraði prófin jafn vel og kosningarnar

Dóra kláraði prófin jafn vel og kosningarnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

TÍMAVÉLIN – Skáldkonan Ólöf frá Hlöðum (1857-1933) ólst upp við fátækt: „Oft grét ég þegjandi af leiðindum“

TÍMAVÉLIN – Skáldkonan Ólöf frá Hlöðum (1857-1933) ólst upp við fátækt: „Oft grét ég þegjandi af leiðindum“
Fókus
Fyrir einni viku

Fullt af fólki hætt við að gifta sig út af leiknum á laugardaginn: Óvenju mikið um afpantanir í kirkjum

Fullt af fólki hætt við að gifta sig út af leiknum á laugardaginn: Óvenju mikið um afpantanir í kirkjum
Fókus
Fyrir einni viku

11 ára gamall sonur Rikku sýnir meistaratakta sem skurðlæknir: „Framtíðin er í höndum unga fólksins,“ segir mamman stolt

11 ára gamall sonur Rikku sýnir meistaratakta sem skurðlæknir: „Framtíðin er í höndum unga fólksins,“ segir mamman stolt