fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Meðalaldurinn verður einhvers staðar í kringum fertugt

Soundgarden rokkmessa á Gauknum

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 16. febrúar 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franz Gunnarsson, gítarleikari og söngvari, er í hópi valinkunnra tónlistarmanna sem standa að sérstakri Soundgarden rokkmessu á Gauknum, laugardaginn 17. febrúar. Messan verður haldin til heiðurs söngvaranum og Íslandsvininum Chris Cornell sem lést aðeins 52 ára að aldri í maí í fyrra.

Heiðurssveitin:

Söngur / Gítar: Einar VilbergGítar / Söngur: Franz GunnarssonBassi / Söngur: Jón Svanur SveinssonTrommur: Skúli Gíslason

Dagskráin samanstendur af helstu lögum rokksveitarinnar Soundgarden þar sem Chris Cornell var forsprakki og helsti laga- og textahöfundur. Einnig mun dúettinn Bellstop koma fram og leika lög frá sólóferli og hliðarverkefnum Chris Cornell.

„Hann var búinn glíma við þunglyndi og kvíða í mörg ár. Notaði bæði lyfseðilsskyld lyf og verkjalyf sem fóru misvel í hann og í raun er dánarorsökin rakin til þeirra því það var í sjálfu sér allt með besta móti í lífi hans þegar hann stytti sér fyrirvaralaust aldur eftir tónleika. Hann var vel kvæntur og átti fallega fjölskyldu,“ segir Franz.

Bellstop:

Elín Jónsdóttir – SöngurRúnar Sigurbjörnsson – Gítar / Söngurhttps://www.facebook.com/bellstop.is/

„Konan hans er búin að „blammera“ lyfjarisana mikið eftir þetta, enda ekki í fyrsta skipti sem fólk á besta aldri fellur frá vegna lyfjanotkunar. Hún heyrði í Chris í síma rétt áður en þetta gerðist, fattaði að það var ekki allt með felldu og bað félaga hans að fara að gá að honum. Þegar sá braut niður hurðina á búningsherberginu var það of seint. Chris var búinn að hengja sig,“ útskýrir Franz og bætir við að flestir forsöngvarar grugg-sveitanna svokölluðu sem komu fram upp úr 1990 hafi svipt sig lífi eða látist af völdum ofneyslu fíkniefna og áfengis: „Sá eini sem er enn á lífi er Eddie Wedder úr Pearl Jam.“

Chris kom tvisvar sinnum til Íslands með tónleika. Í fyrra skiptið með hljómsveit en í seinna skiptið sat hann einn á sviði Eldborgar með kassagítarinn.
Chris Cornell Chris kom tvisvar sinnum til Íslands með tónleika. Í fyrra skiptið með hljómsveit en í seinna skiptið sat hann einn á sviði Eldborgar með kassagítarinn.

Sjálfur hefur Franz verið aðdáandi Soundgarden um árabil en hann vill meina að sveitin hafi ýtt úr vör þessari tónlistarstefnu sem tröllreið öllu í upphafi tíunda áratugarins:

„Flestir halda að Nirvana sé fyrsta grugg-sveitin en Soundgarden var sú fyrsta sem komst á útgáfusamning og kom þannig Seattle, sem tónlistarborg, á kortið,“ segir hann og bætir við að það sem gerði sveitina, og síðar þessa tónlistarstefnu, að því sem síðar varð raunin hafi meðal annars skrifast á textana.

„Á textunum má heyra að höfundarnir voru flestir að berjast við þunglyndi og kvíða enda fjölluðu þeir oftast um þessar dekkri hliðar mannlífsins, og ungt fólk, utanveltu í samfélaginu, tengdi auðveldlega við þetta.“

Hljómsveitin Soundgarden í banastuði á tónleikum seint á síðustu öld.
Soundgarden Hljómsveitin Soundgarden í banastuði á tónleikum seint á síðustu öld.

X kynslóðin verður í essinu sínu

Franz segist reikna með því að meðalaldur tónleikagesta á laugardaginn verði í kringum fertugt og upp úr enda sé það X kynslóðin sem einna helst unni þessari tónlistarstefnu. Þá eigi gruggið sér einnig eldri aðdáendur enda sé kjarni tónlistarinnar sóttur til sveita á borð við The Who og Led Zeppelin.

„X kynslóðin afmarkast af fólki sem er fætt á bilinu 1970 til svona 1985 en rokkunnendur eru auðvitað á öllum aldri,“ segir hann og bætir við að þrátt fyrir að unga fólkið í dag hlusti aðallega á rapp og danstónlist muni rokkið eflaust eiga sterka endurkomu fljótlega: „Þetta fer alltaf í hringi.“

HVAÐ: Soundgarden – Rokkmessa.

HVAR: Gaukurinn.

HVENÆR: Laugardaginn, 17. febrúar 2018.

KLUKKAN: Húsið opnað 21.00. Tónleikar hefjast 23.00

KOSTAR: 2.500 kr. í forsölu. 3.000 kr. við inngang.

ALDUR: 20 ára nema í fylgd með forráðamanni.

FORSALA: https://tix.is/is/event/5379/soundgarden-rokkmessa/

VIÐBURÐUR: https://www.facebook.com/events/188005485083799/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi