fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

UPPSKRIFT: Girnileg mexíkósk ídýfa fyrir kósíkvöldið

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 14. janúar 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ídýfur undir mexíkóskum áhrifum eru alltaf sérlega vinsælar, ekki síst meðal unga fólksins sem hreinlega elskar allt sem mexíkóskt er í matargerðinni.

Þessi girnilega uppskrift kemur úr smiðju Rósu Guðbjartsdóttur sem hefur gefið út fjölda uppskriftabóka á síðustu árum en rétturinn er alveg tilvalinn til að bera fram á kósíkvöldi.

INNKAUPALISTINN

100 g guacamole
1 dós nýrnabaunir, niðursoðnar
1 lítill rauðlaukur, smátt saxaður
150 g sýrður rjómi eða grísk jógúrt
180 g salsasósa
1 dl blaðlaukur eða vorlaukur, saxaður
handfylli ferskt kóríander
tortillaflögur eða nachos

Útbúið guacamole samkvæmt uppskrift hér að neðan. Setjið í botninn á fallegri glerskál. Maukið síðan nýrnabaunirnar (fást líka maukaðar) og blandið saman við saxaðan rauðlauk. Dreifið því yfir guacamole. Setjið því næst sýrðan rjóma ofan á og salsasósu. Stráið blaðlauk og kóríander þar ofan á og berið fram með tortillaflögum eða nachos eins og sumir kalla það.

Guacamole

2 avókadó, vel þroskuð
½ rauðlaukur, smátt saxaður (má nota annan lauk)
1 grænt chili, saxað örsmátt
2–4 hvítlauksrif, marin (magnið fer eftir smekk)
2 tómatar, fræ- og kjarnhreinsaðir, saxaðir smátt
ferskt kóríander, að smekk (má sleppa)
3 msk. límónu- eða sítrónusafi
salt á hnífsoddi

Maukið avókadóið og blandið öðru hráefni saman við. Berið fram strax.

Njótið með fjölskyldunni eða í góðra vina hópi á föstudags- eða laugardagskvöldi!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt