fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Kynning

Möndlur eru hollar og góðar

Ofurfæða sem má nota á ýmsa vegu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. desember 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Möndlur eru eitt það hollasta sem hægt er að borða. Þær eru meðal hitaeiningalægstu hnetum sem til eru, en í um 30 grömmum af möndlum eru aðeins 160 kaloríur.

Þær innihalda einnig meira kalsíum en nokkrar aðrar hnetur auk þess að vera bæði prótein- og trefjaríkar en í einum skammti af möndlum eru um níu grömm af einómettuðum fitusýrum, sex grömm af próteini og 3,5 grömm af trefjum. Þær eru auk þess góðar fyrir hjartað því þær minnka líkur á hjartasjúkdómum samkvæmt rannsókn á vegum Harvard-háskóla.

Möndlur eru í raun ávextir möndlutrésins en þær tilheyra prunus-fjölskyldunni og eru því skyldar ávöxtum á borð við plómur, kirsuber, ferskjur og apríkósur. Best er að kaupa þær hráar eða þurrristaðar því þannig má ganga úr skugga um að möndlurnar hafi ekki verið steiktar upp úr olíu eða öðru sem inniheldur óhollar fitusýrur.

Þær er annars gott að rista á pönnu og borða sem snarl eða nota í matargerð af ýmsu tagi auk þess sem hráar möndlur eru gjarnan notaðar í bakstur. Einnig er lítið mál að búa til möndlumjólk með því að hakka möndlur og vatn í blandara en möndlumjólk er frábær í bakstur eða holla drykki af ýmsu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum