Kínóa er sannkölluð ofurfæða

Glútenlaust og afar próteinríkt

Ritstjórn DV skrifar
Sunnudaginn 24. desember 2017 14:30

Kínóa er með hollari matvælum sem fyrirfinnast og hefur af mörgum verið skilgreint sem svokölluð „ofurfæða“. Vinsældir þessara glútenlausu fræja hafa aukist gríðarlega á undanförnum árum enda eru þau afar næringarrík og góð fyrir heilsuna.

Þrátt fyrir að kínóa sé eldað og neytt eins og hrísgrjóna eða annars kornmetis er það í raun skylt grænmeti á borð við spínat og rauðrófur. Sá hluti sem er borðaður eru fræ plöntunnar, þó svo að einnig sé hægt að borða blöðin, og er kínóa þar af leiðandi glútenlaust. Það er líka gríðarlega próteinríkt en fræin innihalda allar þær amínósýrur sem nauðsynlegar eru manninum og eru því gríðarlega holl og góð fæða. Sumar þessara amínósýra getur líkaminn ekki framleitt sjálfur og verða þær því að fást úr fæðunni.

Alls eru þekktar um 120 ólíkar tegundir af kínóa, en þær þekktustu eru hvítt kínóa, rautt og svart. Kínóa fæst ekki eingöngu í formi fræja heldur er einnig hægt að fá kínóaflögur og kínóamjöl en slíkt er til dæmis sniðugt í bakstur fyrir þá sem ekki geta eða vilja borða glúten.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af