Topp 10 jólagjafahugmyndir fyrir herramenn

Plötuspilari, armband, rakvél eða kannski ferð til útlanda?

Margrét Gústavsdóttir skrifar
Laugardaginn 16. desember 2017 15:00

Topp 10 jólagjafir fyrir herramennina í lífi þínu. Þessar gjafir henta strákum á öllum aldri.


1. Beint í mark

Beint í mark er spurningaspil um fótbolta. Spurningarnar eru styrkleikaskiptar sem auðveldar öllum að spila með – sófasérfræðingum jafnt sem öðrum! Á meðal þeirra sem gefa spilið út er Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands og leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Fæst: Í helstu verslunum sem selja spil og bækur og á heimasíðu Beint í mark.
Verð: 7.490 kr.


2. Legend Night, herrailmurinn frá Montblanc

Þýska merkið Montblanc er best þekkt fyrir skriffæri í hæsta gæðaflokki og varla er hægt að gleðja góðan mann meira en að gefa honum fallegan penna frá Montblanc, nema þá ef góður ilmur skyldi fylgja með.

Nýjasti ilmurinn frá þessu vandaða merki heitir Legend night. Seiðandi og kynþokkafullur ilmur sem kemur í flösku er minnir á koníakspela.

Fæst: í Lyf og heilsu.
Verð: 5.690 (30ml)


Mynd: George Clerk

3. Ferð til útlanda

Hvað með að gefa inneign í ferð til útlanda? Eða bara sirka tvo flugmiða? (akkúrat, mjög lúmskt).

Hjá flugfélögunum er hægt að fá gjafabréf fyrir hvaða upphæð sem er. Ef flugmiðinn (eða miðarnir) kosta minna en sem nemur andvirði gjafabréfsins verður restin að inneign hjá flugfélaginu.

Fæst:Meðal annars hjá WOW Air og Icelandair
Verð:Hvað viltu borga?


4. Hann fékk Kindle en hún fékk …

Kindle lesbrettið er ótrúlega skemmtileg og gagnleg gjöf fyrir fólk sem hefur gaman af því að lesa. Hægt er að kaupa bæði innlendar og erlendar bækur á netinu og eftir örfáar sekúndur er hægt að byrja að lesa.

Kindle Paperwhite lesbrettið er útbúið góðum skjá sem gefur skýran og auðlesanlegan texta, hvort sem er í kolniðamyrkri uppi í rúmi eða í sólbaði á ströndinni. Rafhlaðan endist í allt að átta vikur miðað við að lesið sé á hverjum degi í 30 mínútur.

Fæst:Meðal annars hjá Macland á Laugavegi
Verð:24.990 kr.


5. Philips Body Groomer rakvél

Hönnuð til að raka og snyrta hár líkamans, tilvalin fyrir bringu, maga, bak, fætur, axlir og undir hendur.
Wet&Dry má nota í sturtu / 8 klst. hleðsla gefur 50 mín. notkun.
Lengdarstillingar 3–11mm. Auðvelt að þrífa. Standur fylgir.

Fæst:Meðal annars hjá Elko
Verð: 8.995 kr.


6. Hamragarðar jakkapeysa

Hamragarðar, jakkapeysan frá Farmers Market er hlý og kósí. Hún er 80 prósent ull og 20 prósent pólýester (fyrir teygjanleikann). Á henni eru tveir hliðarvasar og tölur úr ekta lambshorni.

Fæst: Hjá Farmers Market
Verð: 26.900 kr.


7. Saltkristalslampi

Birtan frá þessum lömpum er ákaflega notaleg. Svo er talað um að þeir jafni útgeislun frá skjám og raftækjum og geri þannig inniveruna örlítið heilnæmari – hvað svo sem er nú til í því.

Fæst: Í versluninni Steinasteinn
Verð:7.690 kr.


8. Plötuspilari

Bara einn svona plötuspilari og svo þarftu ekki að hugsa meira um jólagjafir eftir það því auðvitað fær hann bara vínylplötur það sem eftir er.

Þessi smekklegi spilari er framleiddur af Lenco en hann kemur með innbyggðum formagnara og USB tengi. Viðarkassinn er úr hnotu.

Fæst: Í verslunni Rafland
Verð:49.990.


9. Armband frá SIGN

Það fer flestum karlmönnum vel að bera fallegt armband. Þessi glæsilegi gripur er framleiddur af íslenska fyrirtækinu SIGN og kemur úr línu sem þau kalla Eldur og ís. Þetta er leðurarmband með ródíum-húð og festingarnar eru úr sterling-silfri.

Fæst:Í versluninni SIGN í Hafnarfirði
Verð:19.900 kr.


10. Heyrnartól frá BOSE

Það eru allir ólmir í heyrnartólin frá BOSE þessa dagana. Þessi heita BOSE QC 35 og eru þau þráðlaus með hágæða hljóðútilokun sem dregur mjög úr öllum umhverfishljóðum. Auðvelt er að tengja heyrnartólin við síma og önnur „bluetooth“ tæki og rafhlöðuna, sem dugar í allt að 20 klukkustundir, tekur um tvo tíma að hlaða til fulls. Með heyrnartólunum fylgir USB hleðslusnúra, hljóðsnúra, breytistykki í flug og taska.

Fæst: Meðal annars hjá Nýherja
Verð:44.900 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af