Góður í verði, úrvali og stærðum

Herra Hafnarfjörður og Mind fyrir konur

Ágúst Borgþór Sverrisson skrifar
Friday, December 15, 2017 10:00

Gunnar Már Levísson hefur rekið Herra Hafnarfjörð í verslunarmiðstöðinni Firði Hafnarfirði í 23 ár. Verslunin heitir í dag Herra Hafnarförður og Mind fyrir konur en seinni hluti nafnsins vísar til öflugrar dömudeildar sem hefur bæst við. Margt hefur breyst á 23 árum í fataverslun en Gunnar Már heldur sínu striki og verslunin er alltaf jafn vinsæl. „Vefsala hefur aukist gífurlega og hún höfðar til unga fólksins. Reyndar stíla ég meira á aldurinn 25 ára og upp úr, breiðan aldur en kannski ekki á yngstu aldurshópana,“ segir Gunnar.

Breitt úrval af flottum fötum er í versluninni. „Þetta kemur mikið frá London, París og Danmörku. Menn eru töluvert að kaupa sér jakkaföt og staka jakka núna í desember, þetta er svona allt í bland. Rifnar gallabuxur eru enn inni, þær eru dálítið retro,“ segir Gunnar.

Kvennadeildin – Mind fyrir konur – býður upp á mikið úrval af stærðum og er töluvert af fötum í stærri númerum, sem mælist vel fyrir.

„Joggingpeysur og joggingbuxur eru líka mjög vinsælar hjá strákunum. En svo eru líka alltaf einhverjir sem vilja vera fínir, í jakkafötum með slaufu og í frakka,“ segir Gunnar. Hann segir að stór hluti viðskiptavina sinna séu fastakúnnar sem hafi komið til hans lengi. „En það koma alltaf nýjar kynslóðir og oft koma feður og synir saman. Í kvennadeildinni eru þetta oft ömmur, mömmur og mæðgur að versla saman.“

Gunnari gengur vel í verðsamkeppninni. „Ég hef alltaf verið talinn mjög góður í verði. Það geri ég með því að spara kostnað og yfirbyggingu. Ég er alltaf í búðinni sjálfur og ég fer í innkaupaferðir til útlanda í hverjum mánuði og þá þarf ekki að borga neinum milliliðum. Þessi kostnaðarsparnaður skilar sér síðan beint í lægra verði.“

Sem fyrr segir fer Gunnar reglulega til útlanda að kaupa inn því hann vill ekki panta föt að utan rafrænt: „Ég vil geta þreifað á efninu. Mér gengur líka vel að díla um gott verð hjá birgjunum.“

Það hefur verið feikilega mikið að gera í versluninni í jólamánuðinum. Frá og með næsta mánudegi hefst jólaopnunin hjá Herra Hafnarfirði en frá og með þeim degi verður opið frá 10 til 10 í versluninni. „Það er alltaf fjör í Firði,“ segir Gunnar Leví, sem mun eins og vanalega standa vaktina í Herra Hafnarfirði alveg fram að jólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

í gær
Góður í verði, úrvali og stærðum

Uppreisn í Folsom-fangelsinu

Fréttir
í gær
Uppreisn í Folsom-fangelsinu

Fjórtán ára piltur sá föður sinn myrtan: Nokkrum dögum síðar hvarf hann sporlaust

Fókus
í gær
Heimskulega spurningin og óskiljanlega svarið

Gunnhildur hélt eiginmanninum uppi með fermingarpeningunum

Fréttir
í gær
Gunnhildur hélt eiginmanninum uppi með fermingarpeningunum

Tekinn af lífi 40 árum eftir ódæðisverkin

Fréttir
í gær
Tekinn af lífi 40 árum eftir ódæðisverkin

Hrósið fær Sigríður Andersen

í gær
Hrósið fær Sigríður Andersen

Verksýn ehf: Viðhald og endurbætur í öruggum höndum

Fréttir
í gær
Verksýn ehf: Viðhald og endurbætur í öruggum höndum

Reykvíkingar vildu ekki ráðhús við Tjörnina

Mest lesið

Ekki missa af