Vinsælt lyf sagt auka líkur á krabbameini

Einar Þór Sigurðsson skrifar
Mánudaginn 4 desember 2017 17:30

Vísindamenn við Syddansk Universitet í Óðinsvéum í Danmörku hafa komist að því að vinsælt lyf auki líkur á krabbameini til muna.

Um er að ræða lyfið Hydrochlorothiazide sem oft er gefið einstaklingum með of háan blóðþrýsting. Þetta kemur fram í danska blaðinu Politiken en niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Journal of the American Academy of Dermatology.

Lyfið er sagt auka líkur á húðkrabbameini til muna. Anton Pottegård, aðstoðarprófessor við Syddansk Universitet, segir að rekja megi 250 tilfelli húðkrabbameina á ári hverju til þessa lyfs.

Rannsóknin var mjög umfangsmikil og náði hún til 80 þúsund Dana sem á einhverjum tímapunkti hafa greinst með húðkrabbamein. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að eftir því sem fólk notaði lyfið lengur, þeim mun meiri var hættan á húðkrabbameini. Er hættan allt að sjö sinnum meiri hjá þeim sem nota lyfið og þeim sem nota það ekki.

En það eru ekki allar tegundir húðkrabbameina sem notkun á lyfinu er sögð tengjast. Þannig virðist notkunin aðeins auka hættuna á svokölluðu flöguþekjukrabbameini, en 2.500 Danir greinast með slíkt húðkrabbamein á ári hverju. Samkvæmt niðurstöðunum væri hægt að koma í veg fyrir tíunda hvert tilfelli með því að hætta notkun á lyfinu.

„Þetta er áhyggjuefni. Við rannsökuðum aðra vinsæla lyfjaflokka og fundum engin tengsl,“ segir Anton Pottegård við Politiken.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum síðan
Vinsælt lyf sagt auka líkur á krabbameini

Ungri norskri konu hótað að hún verði grýtt til dauða – Mörgum þjóðfélagshópum virðist í nöp við hana

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Pulp Fiction-húsið til sölu

Glúmur kveðst hafa farið á nektarstað með Bjarna í Miami: „Ég er sonur vinstri og hægri“

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Glúmur kveðst hafa farið á nektarstað með Bjarna í Miami: „Ég er sonur vinstri og hægri“

Páskaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands: Fer fram í þessari viku í Reykjavík og Reykjanesbæ

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Páskaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands: Fer fram í þessari viku í Reykjavík og Reykjanesbæ

Blessuð sé minning Sverris og Guðjóns

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Blessuð sé minning Sverris og Guðjóns

Einstæð íslensk móðir hefur ekki efni á að ferma barnið sitt: „Ég er bara að bugast“

Fyrir 2 klukkutímum síðan
Einstæð íslensk móðir hefur ekki efni á að ferma barnið sitt: „Ég er bara að bugast“

Sjáið agaðasta kött landsins – Pissar í klósettið að sjálfsdáðum

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Sjáið agaðasta kött landsins – Pissar í klósettið að sjálfsdáðum

Heilsugæslan vill hætta að skrifa læknisvottorð fyrir framhaldsskólanema

Fyrir 2 klukkutímum síðan
Heilsugæslan vill hætta að skrifa læknisvottorð fyrir framhaldsskólanema

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum: „Trúi varla muninum á andlegum og líkamlegum breytingum“

Mest lesið

Ekki missa af