Játning: Ég hef fordóma fyrir …

Margrét Gústavsdóttir skrifar
Föstudaginn 1. desember 2017 11:00

Stundum gerum við okkur grein fyrir eigin fordómum og stundum ekki. Þegar ég var yngri var ég til dæmis mjög meðvituð um fordóma mína í garð ungmenna sem í dag ganga undir nafninu „trustafarians“.

Nafnið er annars vegar dregið af orðinu „trustfund“, sem þýðir sjálfseignasjóður, og hins vegar „rastafarian“, sem er nafn á vinsælum trúarbrögðum á Jamaíku. Bob Marley var til dæmis rastafari. Þú þekkir þá á hárinu. Svona kögglahár sem kallast „dreadlocks“ á ensku. Svo reykja þeir oft mikið af kannabisefnum.

Trustafarian er bleiknefjað ungmenni sem þiggur endalausa peninga úr sjóðum vel efnaðra foreldra. Þessi týpa spanderar formúu í að láta sérhæfða hárgreiðslumeistara búa til „dreddlokka“ í ljósa hárið, kaupir lífrænt ræktað kaffi og er að sjálfsögðu vegan. Á hund með hálsklút. Rúllar eigin sígarettur í lífrænan sígarettupappír. Reykir ógrynni af kannabis.

Á sama tíma og þessi trustafarian þarf ekkert að hafa fyrir lífinu, hefur viðkomandi gjarna mjög háværar stjórnmálaskoðanir og sannarlega er krakkinn ekki hægri sinnaður. Nei. Ríkið á sko helst að sjá um allt saman frá A-Ö. Alveg eins og mamma og pabbi.

Ekki að ég hafi neitt á móti vinstrisinnuðu fólki. Báðar áttir eru bráðnauðsynlegar. Ég nota til dæmis fingur bæði vinstri og hægri handar á lyklaborðinu, en svona dulbúnir kampavínskommar þykja mér alltaf ferlega vandræðalegir.

Skoh! Þarna kom ég upp um mig. Ég hef enn fordóma fyrir þessum týpum og meira til.

Akkúrat núna er ég með meðvitaða fordóma fyrir fólki sem vill ekki ferðast til útlanda, fólki sem leggur ofsalega mikla áherslu á að grænmeti sé ekki matur og svo hef ég auðvitað fordóma fyrir körlum sem hafa fordóma fyrir konum. Körlum sem halda að konur eigi eitthvað erfiðara með að hugsa skýrt en þeir.

Hvernig skyldi ástandið í hausnum á þeim vera? Ætli þeir geri sér grein fyrir eigin fordómum?

Maar speer seg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 5 dögum síðan
Játning: Ég hef fordóma fyrir …

Ungri norskri konu hótað að hún verði grýtt til dauða – Mörgum þjóðfélagshópum virðist í nöp við hana

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Ungri norskri konu hótað að hún verði grýtt til dauða – Mörgum þjóðfélagshópum virðist í nöp við hana

Jónína segir skilið við ristilskolun

FókusMenning
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Jónína segir skilið við ristilskolun

Söngkeppni Samfés: Aníta stóð uppi sem sigurvegari

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Söngkeppni Samfés: Aníta stóð uppi sem sigurvegari

Hvað segir pabbi?

Fyrir 2 klukkutímum síðan
Hvað segir pabbi?

Oddur sterki á Skaganum: Ritstjóri, fornmaður og athlægi

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Oddur sterki á Skaganum: Ritstjóri, fornmaður og athlægi

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum

Vilhjálmur Birgisson: Lof og last

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Vilhjálmur Birgisson: Lof og last

Umboðsmaður verði lagður niður

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Umboðsmaður verði lagður niður

Syrusson: Hágæða sérsmíðuð íslensk hönnunarhúsgögn

Mest lesið

Ekki missa af

Á þessum degi …