fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Uppskrift: Ungversk kaffikaka með súkkulaðikremi

Aðalkakan í öllum fjölskylduboðum

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 25. nóvember 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Jónína Bergljótardóttir er bústýra á gamla, góða Kaffivagninum á Grandanum. Hún gefur lesendum Birtu uppskrift að súkkulaðikaffiköku sem var alltaf kennd við Ungverjaland í æsku hennar.
Elín kom fyrst að rekstri veitingastaða þegar hún opnaði kaffihús og veitingastað í Xiamen í Kína ásamt eiginmanni sínum, Rúnari Sigurbjörnssyni. Staðurinn hét Heima Café og þar buðu þau upp á alls konar mat, gjarna með íslensku yfirbragði; plokkfisk, lambakjöt og pönnukökur svo sitthvað sé nefnt. Sjálf sá Elín um kökur, eftirrétti og hvers kyns sætindi meðan bóndinn eldaði matinn.

„Okkur langaði að prófa eitthvað nýtt. Upplifa ævintýri, svo úr varð að við fórum til Kína. Þetta var mjög skemmtilegur tími.“

Hjónin sneru aftur sex árum síðar. Þá rak Elín kaffihús Súfistans í Iðuhúsinu og Máli og menningu en nú hefur hún tekið við búi í Kaffivagninum sem hún stýrir af mikilli alúð. Hún segist leggja mikla áherslu á að halda í hefðirnar sem hafa skapast á Kaffivagninum enda eitt elsta og vinsælasta kaffihús borgarinnar fyrr og síðar. Eini stóri munurinn er sá að nú er líka opið á kvöldin og þá er boðið upp á góðan mat í kósí umhverfi. Kerti á borðum og blóm í vasa. Það má líkja þessu við svona kósí „diner“.

Hefur alltað elskað kökur

Alveg frá því hún var lítið barn hefur Elín haft sérstaka unun af því að baka. Hún hefur því safnað uppskriftum frá fjölskyldu sinni og sumar hefur hún betrumbætt örlítið á meðan aðrar fá að halda sér.

„Kakan sem ég gef hér uppskrift að á sér langa sögu í minni fjölskyldu en hún kemur frá föðurömmu minni og nöfnu, Jónínu Jóhannesdóttur. Í öllum fjölskylduboðum er þetta KAKAN. Hún var alltaf kölluð Ungverska kakan en kannski þekkja aðrir hana undir einhverju öðru nafni. Möndlumarengskaka með kaffisúkkulaðikremi. Amma sem var tíu barna móðir og mikil húsmóðir elskaði marengskökur. Það var alltaf svo gott að koma til ömmu á Flókagötuna af því hún var alltaf að baka eitthvað gott og ilmurinn barst um allt hús,“ segir Elín sem bakaði fyrst þessa girnilegu köku þegar hún var unglingur.

UPPSKRIFT: Ungverska kakan hennar Ömmu Jónu

INNIHALD

Botnar
7 egg
300 g sykur
350 g hakkaðar möndlur
Krem
150 g smjör, við stofuhita
3 msk. sykur
3 tsk. instant-kaffi
125 g suðusúkkulaði, saxað

Aðferð

Botnar
Þeyta eggjahvítur og sykur
Svo er möndlum blandað saman við með sleif
Sett í 2 meðalstór smelluform og bakað við ca. 160 gráður í 40 til 45 mín.

Krem

7 eggjarauður þeyttar vel með 2 msk. sykri
3 tsk. instant-kaffi hrært út í örlitlu kaffi svo þetta verður extra sterk blanda, það er svo sett út í
Svo er smjörinu bætt rólega út í
Og allt þeytt rólega saman
Síðan er súkkulaðinu skellt út í
Kremið er sett á milli og ofan á kökuna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki