Fókus

Andleg þyngsli í skammdeginu

Til að minnka vetraróyndi er gott að hafa reglu á lífinu

Margrét Gústavsdóttir skrifar
Miðvikudaginn 22. nóvember 2017 17:30

Flestir finna fyrir breytingum á líðan eftir árstíðum. Minnkandi birta í skammdeginu getur haft þau áhrif á fólk að það finni fyrir kraftleysi, mislyndi, erfiðleikum með svefn, aukinni matarlyst og minnkaðri löngun til samskipta við aðra.

Ef andleg vanlíðan í kjölfar skammdegis verður það mikil að það hamli eðlilegu, daglegu lífi getur það verið merki um vetraróyndi eða skammdegisþunglyndi. Þá er um árstíðarbundna geðlægð að ræða sem hefst á svipuðum tíma ár hvert, með lækkandi sól að hausti og lýkur með hækkandi sól að vori. Í þeim tilfellum er mikilvægt að leita sér aðstoðar sálfræðinga eða annarra sérfræðinga. Það er þó aðeins lítið hlutfall þjóðarinnar sem glímir við vetraróyndi en ein árangursríkasta meðferðin við því er sérstök ljósameðferð, þar sem viðkomandi situr í ljósi frá lampa sem líkir eftir dagsbirtu.

Forðumst stressið

Vetraróyndi er mun sjaldgæfara hér á landi en annars staðar í heiminum þar sem breytingar á birtu eru svipaðar og hér. Þótt skammdegið leiði ekki til röskunar hjá meirihluta þjóðarinnar hefur það einhver áhrif á flest okkar. Það getur verið mun erfiðara að hafa sig á fætur þegar dimmt er úti og þá er freistandi að liggja lengur í rúminu, sem getur leitt til þess að við verðum of sein og við það litast andrúmsloftið á heimilinu af stressi. Slík byrjun á degi getur haft áhrif á líðan okkar það sem eftir er dagsins og ef þráðurinn varð stuttur um morguninn getur samviskubit læðst að okkur síðar.

Geðrækt í skammdeginu

Til þess að minnka neikvæð áhrif skammdegisins er mikilvægt að hlúa að geðheilsunni. Grunnurinn að góðri geðheilsu og lykillinn að vellíðan er nægur svefn, gott mataræði, regluleg hreyfing, jákvætt viðhorf og góð félagsleg samskipti. Til að vinna gegn þessum neikvæðum áhrifum er gott að huga að geðrækt til dæmis með því að:

• fara fyrr að sofa til að eiga auðveldara með að vakna að morgni
• hreyfa sig reglulega
• reyna að nýta dagsbirtuna eins vel og hægt er
• borða vel og reglulega
• forðast álag

Þau sem vilja meiri dagsbirtu en hægt er að fá utandyra í skammdeginu, geta keypt lampa sem líkir eftir dagsbirtu. Það hjálpar líka að viðurkenna að skammdegið er manni erfitt og bregðast við því til dæmis með því að búa til notalega stemningu með ilmi og ljósum, fara í freyðibað, kveikja á kertum og dekra aðeins við sig, láta eftir sér það sem við vitum að hefur góð áhrif á líðan okkar.

Fleiri greinar um andlega og líkamlega heilsu er að finna á www.doktor.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

FókusMenning
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Andleg þyngsli í skammdeginu

Söngkeppni Samfés: Aníta stóð uppi sem sigurvegari

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Söngkeppni Samfés: Aníta stóð uppi sem sigurvegari

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum

Syrusson: Hágæða sérsmíðuð íslensk hönnunarhúsgögn

Fyrir 4 klukkutímum síðan
Syrusson: Hágæða sérsmíðuð íslensk hönnunarhúsgögn

Eitrun varð Kambi að bana: „Hann var eftirlitslaus í kannski tíu til fimmtán mínútur“

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Eitrun varð Kambi að bana: „Hann var eftirlitslaus í kannski tíu til fimmtán mínútur“

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum

Fyrir 6 klukkutímum síðan
Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum

Líf þitt breytist til batnaðar ef þú færð þér Alexu

FókusFréttir
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Líf þitt breytist til batnaðar ef þú færð þér Alexu

Skata-stóllinn er bæði klassískur og splunkunýr

FókusFréttir
Fyrir 7 klukkutímum síðan
Skata-stóllinn er bæði klassískur og splunkunýr

Glæsileg íslensk hönnun frá Gilbert úrsmið: JS Watch co. Reykjavik

Mest lesið

Ekki missa af

Á þessum degi …