Fókus

Orðabanki Birtu: Hundslappadrífa

Stórar, fallegar flyksur sem falla rólega af himnum ofan

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 12. nóvember 2017 07:00

Orðabanki Birtu: Hundslappadrífa

Nú þegar snjóað hefur í Esjuna er tilvalið að fjalla um þetta skrítna og skemmtilega orð yfir uppáhaldstegund okkar af snjókomu, – nefnilega þessar fallegu mjúku flyksur sem minna á hinn fullkomna jólasnjó. Ævintýraleg Disney-jól.

Orðið hundslappadrífa er myndað úr samsetta orðinu hunds-lappir og orðinu drífa sem merkir einfaldlega snjókoma. Hundslappadrífa er mikil og stórflygsótt snjókoma í logni, einnig nefnd skæðadrífa eða logndrífa. Fyrir vestan er snjókoma í logni einnig nefnd kafaldsmyglingur, hjaldur, lognkafald eða ryk.

„Þau tóku undir sig stökk, hún á undan, og hnipruðu sig í skjól undir slútandi kletti og horfðu um stund agndofa á haglið, hvernig það buldi á fjörugrjótinu; smámsaman mýktist það, breyttist fyrst í hundslappadrífu, síðan slyddu, seinast hreint regn.“

Halldór Laxness, Salka Valka – Þú vínviður hreini, 16. kafli, síða 141

Hundslappadrífa

KVK
• mikil og stórflygsótt snjókoma í logni, skæðadrífa

Samheiti
hrognkelsadrífa, logndrífa, skæðadrífa, molla, molludrífa, molluhríð, síladrífa, snjókoma, snjómugga

Margrét Gústavsdóttir
....er félagi nr. 241 hjá Blaðamannafélagi Íslands.
Hún hefur m.a. starfað við sjónvarp og útvarp og verið vinsæll bloggari í gegnum árin. Margrét nam sálfræði og forritun Kaupmannahöfn á þeim árum þegar tæknisinnaðir voru með símboða í beltinu og farsíminn vó sirka 450 grömm en lífsspeki hennar rammast í setningunni:

„Mart smart gerir eitt lekkert.“

margret@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Lauga (30) og Árni (28) á Torfastöðum: „Bændur eru bændum verstir“

Lauga (30) og Árni (28) á Torfastöðum: „Bændur eru bændum verstir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana
Fókus
Fyrir 4 dögum

TÆKNI: Svona horfir þú á íslenska landsliðið á RÚV erlendis

TÆKNI: Svona horfir þú á íslenska landsliðið á RÚV erlendis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Meghan Markle (36) og Elísabet drottning (92): Óaðfinnalega lekkerar vinkonur í opinberri heimsókn

Meghan Markle (36) og Elísabet drottning (92): Óaðfinnalega lekkerar vinkonur í opinberri heimsókn
Fókus
Fyrir 6 dögum

TÍMAVÉLIN – Skáldkonan Ólöf frá Hlöðum (1857-1933) ólst upp við fátækt: „Oft grét ég þegjandi af leiðindum“

TÍMAVÉLIN – Skáldkonan Ólöf frá Hlöðum (1857-1933) ólst upp við fátækt: „Oft grét ég þegjandi af leiðindum“
Fókus
Fyrir einni viku

Vignir Ljósálfur: „Þegar maður er svona mikið veikur þá verður manni alveg sama um tilveruna“

Vignir Ljósálfur: „Þegar maður er svona mikið veikur þá verður manni alveg sama um tilveruna“