Fókus

INNLIT: Byggðu nýtt hús í gömlu hverfi í Breiðholti

Þórdís Wathne fær útrás með því að gera hluti í höndunum

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 3. nóvember 2017 17:00

Árið 2007 var nýrri götu bætt við Seljahverfið í Breiðholtinu, en eins og allir vita fóru fjármál flestra landsmanna á hliðina og mörg hús stóðu því hálfkláruð í langan tíma. Verkfræðingurinn, hönnuðurinn og nýsköpunarfræðingurinn Þórdís Wathne býr í fallegu húsi við þessa götu, en húsið hannaði hún og byggði sjálf ásamt eiginmanni sínum, Hlyni Guðmundssyni.

Ég prjónaði mína fyrstu peysu þegar ég var átta ára og ég á enn teikningar af húsi sem ég hannaði þegar ég var fjögurra ára.

„Við Hlynur eigum þessa hugarsmíð en frændi minn, Helgi Indriðason arkitekt, hjálpaði við að útfæra teikningarnar. Svo fluttum við inn þegar við vorum búin að byggja sumarið 2015. Okkur finnst æðislegt að búa í þessu hverfi, sérstaklega eftir að það kom svona mikil byggð í Kópavoginn. Maður er bæði fljótur í alla þjónustu og útivist en við hlaupum, hjólum og göngum mikið,“ segir hún og bætir við að þau hafi keypt húsið fokhelt en verið í um hálft ár að klára að byggja það.

„Krakkarnir okkar hafa alltaf verið í skóla í hverfinu og því fannst okkur við virkilega hafa dottið í lukkupottinn þegar við náðum að kaupa þetta skemmtilega hús, og fá að hafa það eftir okkar eigin höfði.“

Hönnunin skiptir máli

Þórdís er menntaður verkfræðingur en á undanförnum árum hefur hún starfað við ráðgjöf á sviði nýsköpunar og kennir einnig nýsköpunarfræði við HR og HÍ. Í dag starfar hún jafnframt sem framkvæmdastjóri Reykjavík Foods en það félag var stofnað fyrir rúmi ári, með því markmiði að gera innlendri matvöru hátt undir höfði. Fyrsta varan undir merkjum Reykjavík Foods, hægeldaður lax í dós, kom á markaðinn í sumar en fyrirtækið stefnir að frekari vöruþróun á næstu misserum og þá meðal annars með áherslu á lambakjöt, sem hefur löngum þótt ein af okkar bestu afurðum.
„Við erum að reyna að auka framleiðslugetuna á laxinum þar sem salan fór fram úr björtustu vonum. Umbúðahönnunin skiptir miklu máli. Það er Anna Margrét Sigurðardóttir sem á heiðurinn af þeim – en við unnum þetta svolítið í sameiningu. Lágum yfir þessu í marga mánuði.“

Fædd hönnuður

Þórdís hefur sjálf mikinn áhuga á hönnun en á heimili hennar, má sjá ótal fallega og sniðuga muni sem hún hefur gert í höndunum.

„Ég prjónaði mína fyrstu peysu þegar ég var átta ára og ég á enn teikningar af húsi sem ég hannaði þegar ég var fjögurra ára. Ég fæ mjög mikla útrás við að vinna með höndunum og er alltaf með eitthvert verkefni í gangi sem tengist því, hvort sem það er að prjóna eða smíða eitthvað. Sérstaklega finnst mér gaman að gera hluti fyrir heimilið af því það nýtist svo vel. Í raun má segja að nýsköpun sé alveg fullkominn vettvangur fyrir mig af því þar fara saman hönnun og raunhæfar áætlanir um að gera hugverkin að veruleika sem nýtist eða gleður sem flesta,“ segir verkfræðingurinn og hönnuðurinn Þórdís Wathne að lokum.

Ég elska að hafa svona stóra stofuglugga sem ná frá gólfi og upp úr. Mér er alveg sama þótt aðrir sjái inn því ég vil hafa þetta andrými að geta séð út og hérna kemur garðurinn út eins og bakgrunnur fyrir stóru lóuna mína. Bílinn fékk Svali litli í skírnargjöf en mér finnst hann algjört stofustáss. Ótrúlega flottur.
Horft út um stofugluggann Ég elska að hafa svona stóra stofuglugga sem ná frá gólfi og upp úr. Mér er alveg sama þótt aðrir sjái inn því ég vil hafa þetta andrými að geta séð út og hérna kemur garðurinn út eins og bakgrunnur fyrir stóru lóuna mína. Bílinn fékk Svali litli í skírnargjöf en mér finnst hann algjört stofustáss. Ótrúlega flottur.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Höfðagaflinn er eitthvað sem við maðurinn minn bjuggum til saman. Hann er svo framkvæmdaglaður að hann er yfirleitt búinn að framkvæma hlutina stuttu eftir að maður skýtur að honum hugmynd. Ég saumaði púðana og hann boraði fyrir leðurólunum. Lampana bjuggum við Hlynur til saman en þeir hanga á hringjum sem fást í Epal.
Sérstakur höfðagafl Höfðagaflinn er eitthvað sem við maðurinn minn bjuggum til saman. Hann er svo framkvæmdaglaður að hann er yfirleitt búinn að framkvæma hlutina stuttu eftir að maður skýtur að honum hugmynd. Ég saumaði púðana og hann boraði fyrir leðurólunum. Lampana bjuggum við Hlynur til saman en þeir hanga á hringjum sem fást í Epal.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þórdís fer fyrir fjölda nýsköpunarverkefna en eitt þeirra, Pure Icelandic Salmon, er ljúffeng matvælaafurð sem er framleidd undir vörumerkinu Reykjavík Foods. Hægeldaður lax í dósum sem hefur slegið rækilega í gegn hjá heimamönnum sem og ferðamönnum sem hingað koma.
Lax, lax, lax og aftur lax Þórdís fer fyrir fjölda nýsköpunarverkefna en eitt þeirra, Pure Icelandic Salmon, er ljúffeng matvælaafurð sem er framleidd undir vörumerkinu Reykjavík Foods. Hægeldaður lax í dósum sem hefur slegið rækilega í gegn hjá heimamönnum sem og ferðamönnum sem hingað koma.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þetta var borðskraut í brúðkaupi sem við fórum í í sumar og mér fannst þetta svo flott að ég fékk að taka þá með heim. Leirtauið er frá mömmu en hún er með fyrirtæki sem heitir Paradise Pottery og gerir mjög fallega hluti. Hún er verulega fær leirgerðarkona, hún mamma mín.
Hlynur og Þórdís Þetta var borðskraut í brúðkaupi sem við fórum í í sumar og mér fannst þetta svo flott að ég fékk að taka þá með heim. Leirtauið er frá mömmu en hún er með fyrirtæki sem heitir Paradise Pottery og gerir mjög fallega hluti. Hún er verulega fær leirgerðarkona, hún mamma mín.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þarna á að koma hangandi arinn úr loftinu. Hann er ekki tilbúinn en við erum að minnsta kosti komin með eldiviðinn sem á að fara í hann.
Gat í vegg Þarna á að koma hangandi arinn úr loftinu. Hann er ekki tilbúinn en við erum að minnsta kosti komin með eldiviðinn sem á að fara í hann.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mér finnst mikilvægt að svefnherbergið sé rómantískt og ekkert sem truflar. Að maður geti legið uppi í rúmi og horft á eitthvað sem er fallegt og gleður augað. Jafnframt á svefnherbergið að vera laust við hvers konar óreiðu, eins og fatahrúgur og þess háttar. Símar og tölvur eru líka algjör bannvara í þessu herbergi.
Þórdís í svefnherberginu Mér finnst mikilvægt að svefnherbergið sé rómantískt og ekkert sem truflar. Að maður geti legið uppi í rúmi og horft á eitthvað sem er fallegt og gleður augað. Jafnframt á svefnherbergið að vera laust við hvers konar óreiðu, eins og fatahrúgur og þess háttar. Símar og tölvur eru líka algjör bannvara í þessu herbergi.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ég bjó þennan skartgripastand til úr sléttu flauelsefni sem ég setti á bólstraða plötu og strengdi svo teygjur yfir. Efst á standinum eru hálsmen sem ég kalla Spunadís. Ég gerði mörg svona men fyrir nokkrum árum og þau voru nokkuð eftirsótt, en nú einbeiti ég mér að öðru.
Skemmtilegt skartgripaskrín Ég bjó þennan skartgripastand til úr sléttu flauelsefni sem ég setti á bólstraða plötu og strengdi svo teygjur yfir. Efst á standinum eru hálsmen sem ég kalla Spunadís. Ég gerði mörg svona men fyrir nokkrum árum og þau voru nokkuð eftirsótt, en nú einbeiti ég mér að öðru.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Vasinn er frá vinsæla merkinu Kähler. Mér finnst gaman að kaupa mér litríka túlípana og setja í þennan vasa en nú er ég með rósir. Þetta lífgar svo upp á eldhúsið og gleður augað. Á sumrin reyni ég stundum að setja í hann blóm úr garðinum en maðurinn minn hnerrar of mikið svo ég hef þurft að fara varlega í þetta.
Hvítar rósir Vasinn er frá vinsæla merkinu Kähler. Mér finnst gaman að kaupa mér litríka túlípana og setja í þennan vasa en nú er ég með rósir. Þetta lífgar svo upp á eldhúsið og gleður augað. Á sumrin reyni ég stundum að setja í hann blóm úr garðinum en maðurinn minn hnerrar of mikið svo ég hef þurft að fara varlega í þetta.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Broskarlinn gerðum við mamma saman úr leir og þæfðri ull. Mamma á nú samt mestan heiður af þessum skemmtilega karli enda eru þetta skilaboð frá henni um að maður eigi að reyna að vera alltaf glaður þótt á móti blási.
Alltaf í stuði Broskarlinn gerðum við mamma saman úr leir og þæfðri ull. Mamma á nú samt mestan heiður af þessum skemmtilega karli enda eru þetta skilaboð frá henni um að maður eigi að reyna að vera alltaf glaður þótt á móti blási.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mér finnst litapallettan frá IIttala skemmtileg og þessar skálar fæ ég gjarnan sem tækifærisgjafir. Við notum þær til dæmis undir ís og annað góðgæti.
Iitttala regnbogi Mér finnst litapallettan frá IIttala skemmtileg og þessar skálar fæ ég gjarnan sem tækifærisgjafir. Við notum þær til dæmis undir ís og annað góðgæti.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Margrét Gústavsdóttir
....er félagi nr. 241 hjá Blaðamannafélagi Íslands.
Hún hefur m.a. starfað við sjónvarp og útvarp og verið vinsæll bloggari í gegnum árin. Margrét nam sálfræði og forritun Kaupmannahöfn á þeim árum þegar tæknisinnaðir voru með símboða í beltinu og farsíminn vó sirka 450 grömm en lífsspeki hennar rammast í setningunni:

„Mart smart gerir eitt lekkert.“

margret@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

NETFLIX- VÆNTANLEGT Í JÚLÍ: Shameless 8, Orange is the new Black 6 og Jurassic Park

NETFLIX- VÆNTANLEGT Í JÚLÍ: Shameless 8, Orange is the new Black 6 og Jurassic Park
Fókus
Fyrir 3 dögum

MYNDASYRPA – Brjálað að gera frá fyrsta degi í Granda Mathöll: Djúsí borgarar, kóreanskt tvist og freyðivín á krana

MYNDASYRPA – Brjálað að gera frá fyrsta degi í Granda Mathöll: Djúsí borgarar, kóreanskt tvist og freyðivín á krana
Fókus
Fyrir 6 dögum

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana
Fókus
Fyrir 1 viku

HEILSA: Dópamín – Getur valdið kækjum og hefur áhrif á tilfinningar

HEILSA: Dópamín – Getur valdið kækjum og hefur áhrif á tilfinningar