Fókus

Leikfangaleiga svo börnin fái ekki leiða á dótinu

Curtisson Kids er leikfangaverslun og leikfangaleiga fyrir börn á aldrinum eins til fimm ára.

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 20. október 2017 13:57

Fjölbreytni og ferskar áskoranir eru þroskandi fyrir börn sem eru að vaxa úr grasi og þessir útgangspunktar eru hafðir að leiðarljósi hjá leikfangabúðinni og leikfangaleigunni Curtisson Kids.

Unnið í samstarfi við Curtisson Kids

Í versluninni fæst gott úrval af þroskaleikföngum sem eru aðallega gerð úr vönduðum viðarefnum og framleidd í Bretlandi og Bandaríkjunum. Í versluninni er einnig boðið upp á skemmtilega nýjung sem er fólgin í því að foreldrar geta leigt leikföng handa börnum sínum og skipt þeim út á mánaðar fresti.

„Í flestum tilfellum gerist það allt of fljótt að börn fá leiða á leikföngum sínum. Þess vegna er leikfangaleigan góður kostur fyrir þau sem vilja spara peninga við kaup á þroskaleikföngum en sjá samt til þess að krakkarnir hafi alltaf eitthvað nýtt að fást við, og þroskast um leið. Meðalverð fyrir vandað leikfang er um 5.000 krónur en með aðild að Leikfangaleigunni fá börnin fjögur leikföng í hverjum mánuði til að leika sér með og verðið er aðeins 4.900 krónur. Öll leikföngin eru að sótthreinsuð við hver skil,“ útskýrir Rósa Amelía Árnadóttir verslunareigandi.

Kynningarverð í Leikfangaleigunni

Tilboð og afslættir
Fjögur ný þroskaleikföng í hverjum mánuði

Fjögur ný þroskaleikföng í hverjum mánuði

15% afsláttur fyrir alla nýja viðskiptavini sem skrá sig í Curtisson Klúbbinn fyrir áramót.

3.900 kr. til 31. desember 20174.900 kr. frá og með 1. janúar 2018

Hjá Curtisson Kids. fæst einnig gott úrval af svokölluðum hlutverkaleikföngum sem hvetja börnin til að skella sér í alls konar hlutverk og auðga með því ímyndunaraflið og þroskann.

„Þroskaleikföng auka hugmyndaflæði og hjálpa börnum að fullnýta og þróa hæfileika sína, fínpússa allar hreyfingar og kenna þeim að hugsa út fyrir kassann. Leikur að þroskaleikföngum getur líka hjálpað börnunum að meðhöndla aðstæður og vinna betur að lausnum þegar þau verða eldri samkvæmt nýjum rannsóknum,“ segir Rósa.

Curtisson Kids er styrktaraðili UNICEF á Íslandi, Mæðrastyrksnefndar og Umhyggju – Félags langveikra barna.

Curtisson Kids á Facebook
Instagram

Margrét Gústavsdóttir
....er félagi nr. 241 hjá Blaðamannafélagi Íslands.
Hún hefur m.a. starfað við sjónvarp og útvarp og verið vinsæll bloggari í gegnum árin. Margrét nam sálfræði og forritun Kaupmannahöfn á þeim árum þegar tæknisinnaðir voru með símboða í beltinu og farsíminn vó sirka 450 grömm en lífsspeki hennar rammast í setningunni:

„Mart smart gerir eitt lekkert.“

margret@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

NETFLIX- VÆNTANLEGT Í JÚLÍ: Shameless 8, Orange is the new Black 6 og Jurassic Park

NETFLIX- VÆNTANLEGT Í JÚLÍ: Shameless 8, Orange is the new Black 6 og Jurassic Park
Fókus
Fyrir 3 dögum

MYNDASYRPA – Brjálað að gera frá fyrsta degi í Granda Mathöll: Djúsí borgarar, kóreanskt tvist og freyðivín á krana

MYNDASYRPA – Brjálað að gera frá fyrsta degi í Granda Mathöll: Djúsí borgarar, kóreanskt tvist og freyðivín á krana
Fókus
Fyrir 6 dögum

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana
Fókus
Fyrir 1 viku

HEILSA: Dópamín – Getur valdið kækjum og hefur áhrif á tilfinningar

HEILSA: Dópamín – Getur valdið kækjum og hefur áhrif á tilfinningar